Erlent

Kona fannst látin í Björgvin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Íbúðin er staðsett í miðborg norsku borgarinnar Björgvin.
Íbúðin er staðsett í miðborg norsku borgarinnar Björgvin. Mynd/Getty
Kona á sjötugsaldri fannst látin í íbúð í norsku borginni Björgvin í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í íbúðinni og er grunaður um að hafa myrt konuna.

Íbúðin er í miðborg Björgvinjar og var lögregla kölluð til um klukkan tvö að norskum tíma aðfaranótt fimmtudags. Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að maðurinn hafi ekki sýnt neinn mótþróa er hann var handtekinn á vettvangi. Þá var hann staddur í íbúðinni með samþykki konunnar en þau þekktust, að því er fram kemur í frétt VG.

Konan er norskur ríkisborgari og búsett í Björgvin. Rannsókn málsins stendur enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×