Körfubolti

Er þetta ekki fulllangt gengið Giannis?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giannis Antetokounmpo.
Giannis Antetokounmpo. Getty/Tim Warner
Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hefur átt frábært tímabil í NBA-deildinni í körfubolta og þykir koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins.

Einn af þeim sem keppa við hann um það hnoss er James Harden hjá Houston Rockets sem var einmitt kosinn sá mikilvægasti í NBA-deildinni á síðustu leiktíð. Félagarnir mættust með liðum sínum í nótt.

Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Milwaukee Bucks  en hann endaði leikinn með 27 stig, 21 fráköst, 5 stoðsendingar og sigurinn.

James Harden var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en tapaði 9 boltum og svo leiknum líka.

Giannis Antetokounmpo lét James Harden líka finna fyrir sér eins og má í þessari sókn hér fyrir neðan.



Þetta var nú fulllangt gengið hjá Giannis eða hvað? Grikinn ætlaði sér nú örugglega aldrei að skjóta Harden niður heldur aðeins að koma boltanum niður á liðsfélaga sinn niður í horni.

Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks hafa unnið 29 leiki á tímabilinu eða sex leikjum fleira en Harden og félagar í Houston Rockets.

Antetokounmpo er með 26,6 stig, 12,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann hefur nýtt 58 prósent skota sinn og er einnig með yfir eitt varið skot (1,5) og einn stolinn bolta (1,3) að meðaltali í leik.

Harden er með 33,9 stig, 8,6 stoðsendingar, 6,0 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik en hann hefur hitt úr 43,6 prósent skota sinna. Harden hefur sett niður 4,9 þrista að meðaltali en hann er að skora úr 9,4 vítaskotum að meðaltali í leik.











NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×