Fella Þórsarar aftur topplið deildarinnar í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 17:00 Þórsarar fagna sigri Vísir/Daníel Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn komu mörgum á óvart í fyrstu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta á nýju ári þegar þeir unnu glæsilegan en óvæntan sigur á toppliði Tindastóls. Tapið þýddi að Tindastólsliðið missti toppsætið til Njarðvíkur sem unnu kvöldið eftir nágranna sína í Keflavík. Mótherjar Þórsara í kvöld eru einmitt umræddir Njarðvíkingar. Þórsarar fá því tækifæri til að vinna annan leikinn í röð á móti toppliði deildarinnar og jafnvel sjá til þess að nýtt lið komist á toppinn. Þórsliðið hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu undir stjórn Baldurs Ragnarssonar en þrír sigrar í röð hafa komið liðinu upp í sjötta sæti deildarinnar. Þór hefur auk þess að vinna Tindastól unnið lið Hauka og Vals. Tindastólsliðið var búið að vinna sex leiki í röð áður það mætti í Þorlákshöfn á sunnudagskvöldið og nú mæta Þórsarar liði sem hefur unnið átta leiki í röð. Leikurinn fer fram í Ljónagryjunni í Njarðvík þar sem heimamenn hafa unnið alla sjö deildar- og bikarleiki sína í vetur. Ekki auðveldasta verkefnið fyrir lið. Njarðvík hefur ekki tapað í deildinni í 77 daga eða síðan liðið tapaði fyrir Tindastóls á Króknum 25. október síðastliðinn. Njarðvík vantar „aðeins“ að vinna Þór, Val og Tindastól og þá hefur liðið náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Njarðvíkingar hafa líka unnið Þórsliðið tvisvar á tímabilinu og fóru báðir þeir leikir fram í Þorlákhöfn. Njarðvík vann fyrst 90-80 sigur í deildinni snemma í október og svo 99-76 bikarsigur um miðjan desember.Alls fara fjórir leikir fram í þrettándu umferð Domino´s deildar karla í kvöld en þeir hefjast allir klukkan 19.15 og eru: Stjarnan - Breiðablik í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðarbæ Grindavík - Skallagrímur í Mustad-höllinni í Grindavík Njarðvík - Þór Þ. í Ljónagryfjunni í Njarðvík Tindastóll - Valur í Síkinu á SauðarkrókiLeikur Grindavíkur og Skallagríms er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.05. Dominos-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn komu mörgum á óvart í fyrstu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta á nýju ári þegar þeir unnu glæsilegan en óvæntan sigur á toppliði Tindastóls. Tapið þýddi að Tindastólsliðið missti toppsætið til Njarðvíkur sem unnu kvöldið eftir nágranna sína í Keflavík. Mótherjar Þórsara í kvöld eru einmitt umræddir Njarðvíkingar. Þórsarar fá því tækifæri til að vinna annan leikinn í röð á móti toppliði deildarinnar og jafnvel sjá til þess að nýtt lið komist á toppinn. Þórsliðið hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu undir stjórn Baldurs Ragnarssonar en þrír sigrar í röð hafa komið liðinu upp í sjötta sæti deildarinnar. Þór hefur auk þess að vinna Tindastól unnið lið Hauka og Vals. Tindastólsliðið var búið að vinna sex leiki í röð áður það mætti í Þorlákshöfn á sunnudagskvöldið og nú mæta Þórsarar liði sem hefur unnið átta leiki í röð. Leikurinn fer fram í Ljónagryjunni í Njarðvík þar sem heimamenn hafa unnið alla sjö deildar- og bikarleiki sína í vetur. Ekki auðveldasta verkefnið fyrir lið. Njarðvík hefur ekki tapað í deildinni í 77 daga eða síðan liðið tapaði fyrir Tindastóls á Króknum 25. október síðastliðinn. Njarðvík vantar „aðeins“ að vinna Þór, Val og Tindastól og þá hefur liðið náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Njarðvíkingar hafa líka unnið Þórsliðið tvisvar á tímabilinu og fóru báðir þeir leikir fram í Þorlákhöfn. Njarðvík vann fyrst 90-80 sigur í deildinni snemma í október og svo 99-76 bikarsigur um miðjan desember.Alls fara fjórir leikir fram í þrettándu umferð Domino´s deildar karla í kvöld en þeir hefjast allir klukkan 19.15 og eru: Stjarnan - Breiðablik í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðarbæ Grindavík - Skallagrímur í Mustad-höllinni í Grindavík Njarðvík - Þór Þ. í Ljónagryfjunni í Njarðvík Tindastóll - Valur í Síkinu á SauðarkrókiLeikur Grindavíkur og Skallagríms er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.05.
Dominos-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira