Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 20:00 Aron Pálmarsson á æfingunni í dag. vísir/tom Næg ábyrgð er yfir höfuð á Aroni Pálmarssyni í íslenska landsliðinu í handbolta enda þess besti maður. Á þriðjudaginn jókst ábyrgðin enn frekar þegar að fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson varð frá að hverfa vegna meiðsla. Það truflar þó Hafnfirðinginn lítið. „Ég er bara góður. Það er allavega ekkert stress á mér. Ég er bara spenntur í rauninni. Ég tek þessu fyrirliðahlutverki fagnandi en þar sem að Gaui datt út verður varafyrirliðinn að fyrirliða liðsins. Ég er bara stoltur og spenntur fyrir því að takast á við það verkefni,“ Aron er einn besti leikstjórnandi heims og stýrir sóknarleik Barcelona eins og umferðarlögregla. Horfnir eru þeir dagar sem hann skaut bara og skaut á markið eins og með íslenska liðinu forðum daga en það er nákvæmlega það hlutverk sem hann á að spila með Íslandi á ný undir stjórn Gumma. „Ég skal viðurkenna það, að það er erfiðara en ég hélt. Ég var aðeins of kokhraustur áður en ég mætti í verkefnið og átti að fara að skjóta aðeins meira. Þetta er allt annar handbolti sem er spilaður hér en hjá Barcelona,“ „Ég er búinn að stimpla mig inn á þetta núna og ég er búinn að vera að horfa á myndbönd af mér þegar að ég var í gamla hlutverkinu hjá Gumma. Mér líður alveg ágætlega með það að skjóta á markið. Það er gaman að detta í þann Aron aftur. Við spilum beinskeyttari handbolta og viljum fá kraft í sóknirnar sem hentar mér ágætlega. Nú er bara undir mér komið að sýna það á morgun að ég get staðið undir þessu,“ Íslenska liðið er ungt en nýju mennirnir eru svo lítt þekktir í handboltaheiminum að það getur nýst sem vopn á HM. „Mér finnst við drullugóðir. Það sem að þeir eiga að nýta núna er hvað þeir eru lítt þekktir. Þeir eru ekki mjög þekktir í handboltaheiminum sem er gríðarlegt vopn því að þeir eru það góðir. Ég væri ekkert að segja þetta nema að mér myndi finnast það,“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Aron Pálmarsson - Erfiðara en ég hélt HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Næg ábyrgð er yfir höfuð á Aroni Pálmarssyni í íslenska landsliðinu í handbolta enda þess besti maður. Á þriðjudaginn jókst ábyrgðin enn frekar þegar að fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson varð frá að hverfa vegna meiðsla. Það truflar þó Hafnfirðinginn lítið. „Ég er bara góður. Það er allavega ekkert stress á mér. Ég er bara spenntur í rauninni. Ég tek þessu fyrirliðahlutverki fagnandi en þar sem að Gaui datt út verður varafyrirliðinn að fyrirliða liðsins. Ég er bara stoltur og spenntur fyrir því að takast á við það verkefni,“ Aron er einn besti leikstjórnandi heims og stýrir sóknarleik Barcelona eins og umferðarlögregla. Horfnir eru þeir dagar sem hann skaut bara og skaut á markið eins og með íslenska liðinu forðum daga en það er nákvæmlega það hlutverk sem hann á að spila með Íslandi á ný undir stjórn Gumma. „Ég skal viðurkenna það, að það er erfiðara en ég hélt. Ég var aðeins of kokhraustur áður en ég mætti í verkefnið og átti að fara að skjóta aðeins meira. Þetta er allt annar handbolti sem er spilaður hér en hjá Barcelona,“ „Ég er búinn að stimpla mig inn á þetta núna og ég er búinn að vera að horfa á myndbönd af mér þegar að ég var í gamla hlutverkinu hjá Gumma. Mér líður alveg ágætlega með það að skjóta á markið. Það er gaman að detta í þann Aron aftur. Við spilum beinskeyttari handbolta og viljum fá kraft í sóknirnar sem hentar mér ágætlega. Nú er bara undir mér komið að sýna það á morgun að ég get staðið undir þessu,“ Íslenska liðið er ungt en nýju mennirnir eru svo lítt þekktir í handboltaheiminum að það getur nýst sem vopn á HM. „Mér finnst við drullugóðir. Það sem að þeir eiga að nýta núna er hvað þeir eru lítt þekktir. Þeir eru ekki mjög þekktir í handboltaheiminum sem er gríðarlegt vopn því að þeir eru það góðir. Ég væri ekkert að segja þetta nema að mér myndi finnast það,“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Aron Pálmarsson - Erfiðara en ég hélt
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36
Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00