Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 18:42 Arnar Freyr Arnarsson hitar upp á landsliðsæfingunni í dag. vísir/tom Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, æfir með hlífðargrímu vegna nefbrots sem að hann varð fyrir í desember en út af brotinu var hann ekki með á æfingamótinu í Noregi. Bannað er að spila með slíka grímu og þarf Arnar því að taka slaginn inn á línunni á HM. Og inn á línunni er svo sannarlega slagur. Nefið er ekki að öllu gróið og því er Arnar að fórna nebbanum fyrir málstaðinn. „Ég má ekki fá þungt högg. Ég er smá tæpur en þetta er bara nefbrot. Læknarnir segja að þetta eigi að vera það gróið að það þurfi mikið högg til þess að brotna aftur. Þeir sögðu mér að kýla á þetta og því er ekkert annað í stöðunni. Ef ég fæ annað högg brotnar þetta aftur. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Arnar Freyr sem er ekki aðdáandi grímunnar.Arnar með grímuna á æfingu í dag.vísir/tom„Það var mjög óþægilegt á fyrstu æfingunum en þetta venst. Þetta þrengir mikið sýnina á línunni. Í dag var þetta bara fínt og í fyrradag líka. Þetta bara venst,“ segir hann. Línumannsstaðan er ein sú veikasta hjá liðinu en á eftir Arnari, sem er að spila í Meistaradeildinni með Kristianstad, er Ýmir Örn Gíslason sem varð að línumanni í Olís-deildinni fyrir nokkrum mánuðum. Ábyrgðin er því mikil á Arnari. „Ég er bara mjög spenntur og þetta er eiginlega fyrsta mótið sem ég finn bara fyrir tilhlökkun. Ég er rosalega spenntur fyrir því að byrja mótið og fara að spila. Ábyrgðin hefur alltaf verið síðan að ég byrjaði í landsliðinu en maður verður bara að fíla þetta og ég er bara spenntur fyrir því að byrja mótið,“ segir Arnar sem er í þrusu standi. „Ég er alveg í mjög góðu standi. Það er smá ókostur að ég náði ekki að spila þessa leiki í Noregi því þar hefði ég náð að komast aðeins meira inn í þetta. Ég er samt eins tilbúinn í þetta og mögulega verður og ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, æfir með hlífðargrímu vegna nefbrots sem að hann varð fyrir í desember en út af brotinu var hann ekki með á æfingamótinu í Noregi. Bannað er að spila með slíka grímu og þarf Arnar því að taka slaginn inn á línunni á HM. Og inn á línunni er svo sannarlega slagur. Nefið er ekki að öllu gróið og því er Arnar að fórna nebbanum fyrir málstaðinn. „Ég má ekki fá þungt högg. Ég er smá tæpur en þetta er bara nefbrot. Læknarnir segja að þetta eigi að vera það gróið að það þurfi mikið högg til þess að brotna aftur. Þeir sögðu mér að kýla á þetta og því er ekkert annað í stöðunni. Ef ég fæ annað högg brotnar þetta aftur. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Arnar Freyr sem er ekki aðdáandi grímunnar.Arnar með grímuna á æfingu í dag.vísir/tom„Það var mjög óþægilegt á fyrstu æfingunum en þetta venst. Þetta þrengir mikið sýnina á línunni. Í dag var þetta bara fínt og í fyrradag líka. Þetta bara venst,“ segir hann. Línumannsstaðan er ein sú veikasta hjá liðinu en á eftir Arnari, sem er að spila í Meistaradeildinni með Kristianstad, er Ýmir Örn Gíslason sem varð að línumanni í Olís-deildinni fyrir nokkrum mánuðum. Ábyrgðin er því mikil á Arnari. „Ég er bara mjög spenntur og þetta er eiginlega fyrsta mótið sem ég finn bara fyrir tilhlökkun. Ég er rosalega spenntur fyrir því að byrja mótið og fara að spila. Ábyrgðin hefur alltaf verið síðan að ég byrjaði í landsliðinu en maður verður bara að fíla þetta og ég er bara spenntur fyrir því að byrja mótið,“ segir Arnar sem er í þrusu standi. „Ég er alveg í mjög góðu standi. Það er smá ókostur að ég náði ekki að spila þessa leiki í Noregi því þar hefði ég náð að komast aðeins meira inn í þetta. Ég er samt eins tilbúinn í þetta og mögulega verður og ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36
Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00
Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30