The Trip er að stöðvast og starfsmenn í óvissu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. janúar 2019 06:45 Baldvin Z og Andri Óttarsson eru handritshöfundar The Trip. Fréttablaðið/Ernir Framleiðsla á sjónvarpsþáttaröðinni The Trip í leikstjórn Baldvins Z hefur stöðvast vegna snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Yfir eitt hundrað standa uppi tekjulaus en framleiðandi hjá Glassriver segir unnið að lausn málsins. „Þetta gerir það að verkum að framleiðslutímabilið færist til og það hefur náttúrlega áhrif á marga, því miður,“ segir Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver, þar sem ljóst er að seinkun verður á framleiðslu á sjónvarpsþáttunum The Trip. Um er að ræða framleiðslu á sjónvarpsseríu í tíu þáttum sem fjallar um hvarf þriggja ára tvíburasystra frá Íslandi á ferðalagi í Púertó Ríkó. Baldvin Z leikstýrir og aðalhlutverk eru í höndum Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Þorsteins Bachmann.Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver. Fréttablaðið/ValliNú nýlega var þeim sem koma að verkefninu tilkynnt að starf sem átti að fara í gang nú eftir áramótin og standa fram í mars myndi frestast. Óljóst er hvert framhaldið verður. „Við vitum það ekki eins og staðan er núna, þetta er bara nýskeð. Við hefðum viljað fá nokkra daga í að komast að því hvernig þetta fer allt saman áður en við förum að gefa út einhverjar yfirlýsingar,“ segir Arnbjörg. „Alls ekki,“ svarar hún síðan spurð hvort hugsanlega sé verið að blása verkefnið af. „Þetta er bara á viðkvæmu stigi núna af því að við erum að safna saman gögnum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um að starf sem vinna átti nú eftir áramót og fram í mars frestist þar til eftir að áður áætluðum tökum í sumar ljúki. Undirbúningur að sumartökunum myndi þá hefjast í apríl eins og áður var ráðgert. „Það er ein tillagan en við þurfum nokkra daga til að koma með nýtt plan,“ segir Arnbjörg um þetta. „Viljum ekki gefa neitt upp þessa stundina um hvenær við myndum fara af stað aftur, við eiginlega bara getum það ekki.“ Framleiðsla The Trip hefur þannig svo gott sem verið stöðvuð – í bili að minnsta kosti. „Það varðar erlendan samstarfsaðila, þetta var samstarf sem fór ekki vel,“ svarar Arnbjörg um það hvað valdi því að snurða er hlaupin á þráðinn. Þar sem málið sé á mjög viðkvæmu stigi fari Glassriver að ráðum lögfræðinga um að segja sem minnst. Gera má ráð fyrir að málið snerti beint yfir eitt hundrað manns sem höfðu skuldbundið sig The Trip en standa nú uppi tekjulaus. „Þetta varðar náttúrlega heil „crew“ og fjölda leikara en svona hlutir færast oft og reglulega til,“ segir Arnbjörg og ítrekar að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. „Við þurfum svo bara að sjá hverjir eru tilbúnir og í startholunum þegar og ef allt gengur að óskum og við förum að stað aftur,“ segir Arnbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Framleiðsla á sjónvarpsþáttaröðinni The Trip í leikstjórn Baldvins Z hefur stöðvast vegna snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Yfir eitt hundrað standa uppi tekjulaus en framleiðandi hjá Glassriver segir unnið að lausn málsins. „Þetta gerir það að verkum að framleiðslutímabilið færist til og það hefur náttúrlega áhrif á marga, því miður,“ segir Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver, þar sem ljóst er að seinkun verður á framleiðslu á sjónvarpsþáttunum The Trip. Um er að ræða framleiðslu á sjónvarpsseríu í tíu þáttum sem fjallar um hvarf þriggja ára tvíburasystra frá Íslandi á ferðalagi í Púertó Ríkó. Baldvin Z leikstýrir og aðalhlutverk eru í höndum Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Þorsteins Bachmann.Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver. Fréttablaðið/ValliNú nýlega var þeim sem koma að verkefninu tilkynnt að starf sem átti að fara í gang nú eftir áramótin og standa fram í mars myndi frestast. Óljóst er hvert framhaldið verður. „Við vitum það ekki eins og staðan er núna, þetta er bara nýskeð. Við hefðum viljað fá nokkra daga í að komast að því hvernig þetta fer allt saman áður en við förum að gefa út einhverjar yfirlýsingar,“ segir Arnbjörg. „Alls ekki,“ svarar hún síðan spurð hvort hugsanlega sé verið að blása verkefnið af. „Þetta er bara á viðkvæmu stigi núna af því að við erum að safna saman gögnum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um að starf sem vinna átti nú eftir áramót og fram í mars frestist þar til eftir að áður áætluðum tökum í sumar ljúki. Undirbúningur að sumartökunum myndi þá hefjast í apríl eins og áður var ráðgert. „Það er ein tillagan en við þurfum nokkra daga til að koma með nýtt plan,“ segir Arnbjörg um þetta. „Viljum ekki gefa neitt upp þessa stundina um hvenær við myndum fara af stað aftur, við eiginlega bara getum það ekki.“ Framleiðsla The Trip hefur þannig svo gott sem verið stöðvuð – í bili að minnsta kosti. „Það varðar erlendan samstarfsaðila, þetta var samstarf sem fór ekki vel,“ svarar Arnbjörg um það hvað valdi því að snurða er hlaupin á þráðinn. Þar sem málið sé á mjög viðkvæmu stigi fari Glassriver að ráðum lögfræðinga um að segja sem minnst. Gera má ráð fyrir að málið snerti beint yfir eitt hundrað manns sem höfðu skuldbundið sig The Trip en standa nú uppi tekjulaus. „Þetta varðar náttúrlega heil „crew“ og fjölda leikara en svona hlutir færast oft og reglulega til,“ segir Arnbjörg og ítrekar að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. „Við þurfum svo bara að sjá hverjir eru tilbúnir og í startholunum þegar og ef allt gengur að óskum og við förum að stað aftur,“ segir Arnbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira