The Trip er að stöðvast og starfsmenn í óvissu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. janúar 2019 06:45 Baldvin Z og Andri Óttarsson eru handritshöfundar The Trip. Fréttablaðið/Ernir Framleiðsla á sjónvarpsþáttaröðinni The Trip í leikstjórn Baldvins Z hefur stöðvast vegna snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Yfir eitt hundrað standa uppi tekjulaus en framleiðandi hjá Glassriver segir unnið að lausn málsins. „Þetta gerir það að verkum að framleiðslutímabilið færist til og það hefur náttúrlega áhrif á marga, því miður,“ segir Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver, þar sem ljóst er að seinkun verður á framleiðslu á sjónvarpsþáttunum The Trip. Um er að ræða framleiðslu á sjónvarpsseríu í tíu þáttum sem fjallar um hvarf þriggja ára tvíburasystra frá Íslandi á ferðalagi í Púertó Ríkó. Baldvin Z leikstýrir og aðalhlutverk eru í höndum Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Þorsteins Bachmann.Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver. Fréttablaðið/ValliNú nýlega var þeim sem koma að verkefninu tilkynnt að starf sem átti að fara í gang nú eftir áramótin og standa fram í mars myndi frestast. Óljóst er hvert framhaldið verður. „Við vitum það ekki eins og staðan er núna, þetta er bara nýskeð. Við hefðum viljað fá nokkra daga í að komast að því hvernig þetta fer allt saman áður en við förum að gefa út einhverjar yfirlýsingar,“ segir Arnbjörg. „Alls ekki,“ svarar hún síðan spurð hvort hugsanlega sé verið að blása verkefnið af. „Þetta er bara á viðkvæmu stigi núna af því að við erum að safna saman gögnum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um að starf sem vinna átti nú eftir áramót og fram í mars frestist þar til eftir að áður áætluðum tökum í sumar ljúki. Undirbúningur að sumartökunum myndi þá hefjast í apríl eins og áður var ráðgert. „Það er ein tillagan en við þurfum nokkra daga til að koma með nýtt plan,“ segir Arnbjörg um þetta. „Viljum ekki gefa neitt upp þessa stundina um hvenær við myndum fara af stað aftur, við eiginlega bara getum það ekki.“ Framleiðsla The Trip hefur þannig svo gott sem verið stöðvuð – í bili að minnsta kosti. „Það varðar erlendan samstarfsaðila, þetta var samstarf sem fór ekki vel,“ svarar Arnbjörg um það hvað valdi því að snurða er hlaupin á þráðinn. Þar sem málið sé á mjög viðkvæmu stigi fari Glassriver að ráðum lögfræðinga um að segja sem minnst. Gera má ráð fyrir að málið snerti beint yfir eitt hundrað manns sem höfðu skuldbundið sig The Trip en standa nú uppi tekjulaus. „Þetta varðar náttúrlega heil „crew“ og fjölda leikara en svona hlutir færast oft og reglulega til,“ segir Arnbjörg og ítrekar að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. „Við þurfum svo bara að sjá hverjir eru tilbúnir og í startholunum þegar og ef allt gengur að óskum og við förum að stað aftur,“ segir Arnbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Framleiðsla á sjónvarpsþáttaröðinni The Trip í leikstjórn Baldvins Z hefur stöðvast vegna snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Yfir eitt hundrað standa uppi tekjulaus en framleiðandi hjá Glassriver segir unnið að lausn málsins. „Þetta gerir það að verkum að framleiðslutímabilið færist til og það hefur náttúrlega áhrif á marga, því miður,“ segir Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver, þar sem ljóst er að seinkun verður á framleiðslu á sjónvarpsþáttunum The Trip. Um er að ræða framleiðslu á sjónvarpsseríu í tíu þáttum sem fjallar um hvarf þriggja ára tvíburasystra frá Íslandi á ferðalagi í Púertó Ríkó. Baldvin Z leikstýrir og aðalhlutverk eru í höndum Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Þorsteins Bachmann.Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver. Fréttablaðið/ValliNú nýlega var þeim sem koma að verkefninu tilkynnt að starf sem átti að fara í gang nú eftir áramótin og standa fram í mars myndi frestast. Óljóst er hvert framhaldið verður. „Við vitum það ekki eins og staðan er núna, þetta er bara nýskeð. Við hefðum viljað fá nokkra daga í að komast að því hvernig þetta fer allt saman áður en við förum að gefa út einhverjar yfirlýsingar,“ segir Arnbjörg. „Alls ekki,“ svarar hún síðan spurð hvort hugsanlega sé verið að blása verkefnið af. „Þetta er bara á viðkvæmu stigi núna af því að við erum að safna saman gögnum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um að starf sem vinna átti nú eftir áramót og fram í mars frestist þar til eftir að áður áætluðum tökum í sumar ljúki. Undirbúningur að sumartökunum myndi þá hefjast í apríl eins og áður var ráðgert. „Það er ein tillagan en við þurfum nokkra daga til að koma með nýtt plan,“ segir Arnbjörg um þetta. „Viljum ekki gefa neitt upp þessa stundina um hvenær við myndum fara af stað aftur, við eiginlega bara getum það ekki.“ Framleiðsla The Trip hefur þannig svo gott sem verið stöðvuð – í bili að minnsta kosti. „Það varðar erlendan samstarfsaðila, þetta var samstarf sem fór ekki vel,“ svarar Arnbjörg um það hvað valdi því að snurða er hlaupin á þráðinn. Þar sem málið sé á mjög viðkvæmu stigi fari Glassriver að ráðum lögfræðinga um að segja sem minnst. Gera má ráð fyrir að málið snerti beint yfir eitt hundrað manns sem höfðu skuldbundið sig The Trip en standa nú uppi tekjulaus. „Þetta varðar náttúrlega heil „crew“ og fjölda leikara en svona hlutir færast oft og reglulega til,“ segir Arnbjörg og ítrekar að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. „Við þurfum svo bara að sjá hverjir eru tilbúnir og í startholunum þegar og ef allt gengur að óskum og við förum að stað aftur,“ segir Arnbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira