„Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 11:19 Hinir ákærðu og verjendur þeirra. Frá vinstri, Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi Arturs Pawel Wisocki, og svo Artur sjálfur, Bjarni Hauksson, verjandi Dawid Kornacki og svo Dawid sjálfur. Vísir/Vilhelm Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. Hann hafi ekki vitað hvort hann væri lifandi eða dáinn. Í ljós kom að dyravörðurinn hafði lamast fyrir neðan háls. Þetta kom fram í vitnisburði dyravarðarins við aðalmeðferð í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar sæta tveir menn ákæru fyrir líkamsárásir á staðnum eins og Vísir hefur fjallað um í morgun. Artur Pawel Wisocki er ákærður fyrir tvær líkamsárásir og Dawid Kornacki fyrir sinn hlut í árásinni á dyravörðinn sem gaf skýrslu.Neitaði að setja drykk í plastglas Dyravörðurinn lýsti því að hann og kollegar þeirra hefðu lent í erfiðum aðstæðum með fimm eða sex manna hóp á Shooters þetta kvöld. Allt hafi gengið vel þar til einn í hópnum hafi reynt að fara út af staðnum með glerglas. Hann hafi neitað að setja drykk sinn í plastglas þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Hann hafi ekki viljað gera það og honum því verið hent út. Pólverjarnir hafi verið ósáttir við framkomu dyravarðanna en sá sem bar vitni, sem sjálfur er af erlendu bergi brotinn, sagði þá hafa tjáð Pólverjunum að þeir hefðu ekkert á móti þeim. Þeir hafi neyðst til að óska eftir aðstoð af næsta veitingastað og mönnunum í framhaldinu verið vísað út. Gestirnir hafi verið reiðir og haft í hótunum um að ætla að koma til baka. Það hafi gerst hálftíma síðar. Sjálfur hafi hann verið á klósettinu en kollegi hans og vinur, sá sem lamaðist, hafi kallað eftir aðstoð þegar hann sá þá nálgast staðinn. Þeir hafi ráðist á þá við innganginn. Vinur hans hafi flúið inn og einn þeirra elt hann. Sjálfur hafi hann átt í átökum við hina þrjá og svo sá fjórði, Artur sem hljóp á eftir vini hans, snúið aftur. „Hann lamdi mig aftan á hnakkann. Ég var umkringdur af fjórum mönnum sem voru allir að berja mig með öllum kröftum,“ hafði túlkur eftir dyraverðinum í dómsal.Vissi ekki hvort hann væri á lífi eða ekki Hann hafi reynt að komast í burtu og óska eftir aðstoð en ekki komist. Árásarmennirnir hafi á endanum yfirgefið svæðið. Þá hafi hann farið inn á staðinn og séð vin sinn og kollega liggjandi á gólfinu. Hann hafi verið sjokkeraður þegar hann sá vin sinn á gólfinu og vissi ekki hvort hann væri á lífi eða ekki. Hann hafi reynt að tala. „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja,“ hafði dyravörðurinn eftir vini sínum sem lamaðist fyrir neðan háls.Bjarni Hauksson, verjandi Dawid Kornacki, benti á að í læknisskýrslu kæmi fram að dyravörðurinn fyndi aðeins til í andliti. Til hægri situr Dawid.vísir/vilhelmHann segir afleiðingarnar hafa verið miklar. Hann hafi verið með líkamlega verki í mánuð eftir árásina og fái reglulega höfuðverk. Hann hafi misst vinnuna þar sem hann geti ekki einbeitt sér í vinnunni. Því hafi hann verið rekinn. Hann trúi ekki að þetta hafi gerst. Hinn dyravörðurinn sé honum sem bróðir og hans besti vinur. Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur frá ákærðu Artur og Dawid vegna árásarinnar. Verjendur ákærðu spurðu dyravörðinn út í áverka sem hann hefði fengið. Lýsti dyravörðurinn þeim sem töluverðum en benti Bjarni Hauksson, verjandi Dawid, á að í læknisskýrslu kæmi fram að dyravörðurinn finndi bara til í andliti. Dyravörðurinn sagði aðra verki og ávarka hafa bæst við eftir læknisskoðunina. Sækjandi spurði dyravörðinn hvort læknir hefði ávísað honum einhverjum lyfjum. Dyravörðurinn sagðist hafa tekið svefnlyf vegna erfiðleika með svefn. Þá hefði hann ekki pælt mikið í eigin verkjum á sínum tíma enda aðallega verið með hugann við afleiðingarnar hjá vini sínum.Dómþinginu var í framhaldinu frestað til klukkan 14. Skýrslutaka yfir dyraverðinum sem lamaðist fyrir neðan háls verður tekin á Grensásdeild, Endurhæfingardeild Landspítalans fer fram í hádeginu. Fjölmiðlar fá ekki að vera viðstaddir. Skýrslutaka yfir öðrum vitnum fer fram eftir klukkan 14. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. Hann hafi ekki vitað hvort hann væri lifandi eða dáinn. Í ljós kom að dyravörðurinn hafði lamast fyrir neðan háls. Þetta kom fram í vitnisburði dyravarðarins við aðalmeðferð í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar sæta tveir menn ákæru fyrir líkamsárásir á staðnum eins og Vísir hefur fjallað um í morgun. Artur Pawel Wisocki er ákærður fyrir tvær líkamsárásir og Dawid Kornacki fyrir sinn hlut í árásinni á dyravörðinn sem gaf skýrslu.Neitaði að setja drykk í plastglas Dyravörðurinn lýsti því að hann og kollegar þeirra hefðu lent í erfiðum aðstæðum með fimm eða sex manna hóp á Shooters þetta kvöld. Allt hafi gengið vel þar til einn í hópnum hafi reynt að fara út af staðnum með glerglas. Hann hafi neitað að setja drykk sinn í plastglas þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Hann hafi ekki viljað gera það og honum því verið hent út. Pólverjarnir hafi verið ósáttir við framkomu dyravarðanna en sá sem bar vitni, sem sjálfur er af erlendu bergi brotinn, sagði þá hafa tjáð Pólverjunum að þeir hefðu ekkert á móti þeim. Þeir hafi neyðst til að óska eftir aðstoð af næsta veitingastað og mönnunum í framhaldinu verið vísað út. Gestirnir hafi verið reiðir og haft í hótunum um að ætla að koma til baka. Það hafi gerst hálftíma síðar. Sjálfur hafi hann verið á klósettinu en kollegi hans og vinur, sá sem lamaðist, hafi kallað eftir aðstoð þegar hann sá þá nálgast staðinn. Þeir hafi ráðist á þá við innganginn. Vinur hans hafi flúið inn og einn þeirra elt hann. Sjálfur hafi hann átt í átökum við hina þrjá og svo sá fjórði, Artur sem hljóp á eftir vini hans, snúið aftur. „Hann lamdi mig aftan á hnakkann. Ég var umkringdur af fjórum mönnum sem voru allir að berja mig með öllum kröftum,“ hafði túlkur eftir dyraverðinum í dómsal.Vissi ekki hvort hann væri á lífi eða ekki Hann hafi reynt að komast í burtu og óska eftir aðstoð en ekki komist. Árásarmennirnir hafi á endanum yfirgefið svæðið. Þá hafi hann farið inn á staðinn og séð vin sinn og kollega liggjandi á gólfinu. Hann hafi verið sjokkeraður þegar hann sá vin sinn á gólfinu og vissi ekki hvort hann væri á lífi eða ekki. Hann hafi reynt að tala. „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja,“ hafði dyravörðurinn eftir vini sínum sem lamaðist fyrir neðan háls.Bjarni Hauksson, verjandi Dawid Kornacki, benti á að í læknisskýrslu kæmi fram að dyravörðurinn fyndi aðeins til í andliti. Til hægri situr Dawid.vísir/vilhelmHann segir afleiðingarnar hafa verið miklar. Hann hafi verið með líkamlega verki í mánuð eftir árásina og fái reglulega höfuðverk. Hann hafi misst vinnuna þar sem hann geti ekki einbeitt sér í vinnunni. Því hafi hann verið rekinn. Hann trúi ekki að þetta hafi gerst. Hinn dyravörðurinn sé honum sem bróðir og hans besti vinur. Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur frá ákærðu Artur og Dawid vegna árásarinnar. Verjendur ákærðu spurðu dyravörðinn út í áverka sem hann hefði fengið. Lýsti dyravörðurinn þeim sem töluverðum en benti Bjarni Hauksson, verjandi Dawid, á að í læknisskýrslu kæmi fram að dyravörðurinn finndi bara til í andliti. Dyravörðurinn sagði aðra verki og ávarka hafa bæst við eftir læknisskoðunina. Sækjandi spurði dyravörðinn hvort læknir hefði ávísað honum einhverjum lyfjum. Dyravörðurinn sagðist hafa tekið svefnlyf vegna erfiðleika með svefn. Þá hefði hann ekki pælt mikið í eigin verkjum á sínum tíma enda aðallega verið með hugann við afleiðingarnar hjá vini sínum.Dómþinginu var í framhaldinu frestað til klukkan 14. Skýrslutaka yfir dyraverðinum sem lamaðist fyrir neðan háls verður tekin á Grensásdeild, Endurhæfingardeild Landspítalans fer fram í hádeginu. Fjölmiðlar fá ekki að vera viðstaddir. Skýrslutaka yfir öðrum vitnum fer fram eftir klukkan 14.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00