Niðurstöðurnar eru sagðar áhugaverðar fyrir fólk á lágkolvetnafæði þar sem þannig matarræði hafi dregið úr neyslu á trefjaríkum kolvetnum.
Trefjar mikilvægar
Aðalheiður Ásdís Boutaayacht heldur úti vefsíðu og Facebook hópi um lágkolvetnafæði. Hún segir að svokallað ketó sé strangasta útgáfan af lágkolvetnamataræði. Aðalheiður segir ekki algilt að fólk á lágkolvetnafæði borði of lítið af trefjum.„Fólk getur alveg farið út í öfgar og ekki borðað grænmeti, ávexti og fræ. En þeir sem eru á lágkolvetafæði borða vanalega fjölbreytta fæðu, þar á meðal mikið af grænmetum, ávöxtum og fræjum sem innihalda mikið af trefjum,“ segir Aðalheiður í samtali við fréttastofu.
Aðalheiður segir að hjartalæknir hafi mælt með því að hún færi á lágkolvetnafæði fyrir tæpum tveimur árum vegna heilsu hennar. Hún bendir fólki á að kynna sér vel samspil kolvetna og trefja.