Jón Ásgeir vill í stjórn Haga Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2019 16:13 Ingibjörg Pálmadóttir hefur aukið hlut sinn í Högum að undanförnu. Þrátt fyrir það hlaut Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, ekki náð fyrir augum tilnefningarnefndarinnar. VÍSIR/VILHELM Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu. Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu.
Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25