Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 11. janúar 2019 20:00 Nokkrir ökumenn ætla ekki að una ákvörðun um að bæta ekki tjón þeirra sem keyrðu í holur á Hellisheiði í byrjun janúar Vísir/JóhannK Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi. Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi.
Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57
Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15