Innlent

Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjólreiðafólk að gera sig klárt fyrir ræsingu upp sem hófst upp úr klukkan 9:30. Reiknað er með að keppnin standi til um klukkan 11.
Hjólreiðafólk að gera sig klárt fyrir ræsingu upp sem hófst upp úr klukkan 9:30. Reiknað er með að keppnin standi til um klukkan 11. Davíð Rúnar
Vaðlaheiðargöng eru lokuð fyrir almenna umferð í dag frá klukkan 8 til 18 en mikil vígsluathöfn fer fram í göngunum í dag. Boðið er upp á ókeypis rútuferðir frá Akureyri að göngunum eins og lesa má nánar um hér.

Dagskráin er nokkuð stíf við hátíðarhöldin. Hjólreiðakeppni, nýársmót Hjólreiðafélags Akureyrar, fer fram í göngunum frá 9:30 til 11 en meðal keppenda er fremsta hjólreiðafólk landsins. Í framhaldinu munu gönguskíðamenn fara á hjólaskíðum í gegnum göngin áður en opin hlaupaæfing verður í göngunum.

Nánar má lesa um dagskrána hér.

Vaðlaheiðargöng eru veggöng undir Vaðlaheiði, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Göngin eru um 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og heildarlengd vegskála er 280 m, samtals um 7,5 km.

Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km og ekki þarf lengur að fara um fjallveginn Víkurskarð þar sem vetrarfærð getur verið erfið.

Gerð gangnanna gekk ekki áfallalaust fyrir sig og tók á endanum sex ár.


Tengdar fréttir

Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum

Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×