Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2019 11:53 Málþingið fer fram í Hörpu í dag á milli klukkan 13 og 16. Vísir/Vilhelm Í dag fer fram málþing í Hörpu um styttingu vinnuvikunnar. Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. Á málfundinum verður farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið, en markmiðið er að þroska umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars verður farið yfir áhrif styttri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni. Þá verður umræðan að nokkru leyti tengd við kjaramálin sem verða áberandi á árinu. „Kostirnir eru meðal annars þeir að fólk getur frekar hvílst og náð meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það eru líka tengsl á milli þess að vinna minna og minna álags á náttúruna, það er að segja minni losun á gróðurhúsalofttegundum og því getur fylgt minni neysla sem þýðir minni spilling á auðlindum,“ segir Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður Lýðræðisfélagsins Öldu. Meðal þeirra sem halda erindi á málfundinum er sérfræðingurinn Aidan Harper frá New Economics Foundation en hann mun fjalla almennt um skemmri vinnuviku og hvernig hún hefur áhrif á aukna framleiðni. Þar að auki mun formaður VR og framkvæmdastjóri Eflingar ræða um nýjan fókus ásamt formanni velferðarnefndar Alþingis. Guðmundur segir að stytting vinnuvikunnar ætti að vera nokkuð einföld í framkvæmd til skamms tíma. „Til lengri tíma þá getur þurft að grípa til fjölbreyttari úrræða sem eru kannski flóknari en alls ekki ófyristíganleg,“ segir Guðmundur. Málþingið fer fram í Hörpu á milli klukkan 13 og 16 í dag og er viðburðurinn opinn öllum. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Í dag fer fram málþing í Hörpu um styttingu vinnuvikunnar. Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. Á málfundinum verður farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið, en markmiðið er að þroska umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars verður farið yfir áhrif styttri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni. Þá verður umræðan að nokkru leyti tengd við kjaramálin sem verða áberandi á árinu. „Kostirnir eru meðal annars þeir að fólk getur frekar hvílst og náð meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það eru líka tengsl á milli þess að vinna minna og minna álags á náttúruna, það er að segja minni losun á gróðurhúsalofttegundum og því getur fylgt minni neysla sem þýðir minni spilling á auðlindum,“ segir Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður Lýðræðisfélagsins Öldu. Meðal þeirra sem halda erindi á málfundinum er sérfræðingurinn Aidan Harper frá New Economics Foundation en hann mun fjalla almennt um skemmri vinnuviku og hvernig hún hefur áhrif á aukna framleiðni. Þar að auki mun formaður VR og framkvæmdastjóri Eflingar ræða um nýjan fókus ásamt formanni velferðarnefndar Alþingis. Guðmundur segir að stytting vinnuvikunnar ætti að vera nokkuð einföld í framkvæmd til skamms tíma. „Til lengri tíma þá getur þurft að grípa til fjölbreyttari úrræða sem eru kannski flóknari en alls ekki ófyristíganleg,“ segir Guðmundur. Málþingið fer fram í Hörpu á milli klukkan 13 og 16 í dag og er viðburðurinn opinn öllum.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50
Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54