Körfubolti

Var algjörlega búinn á því, lagðist í gólfið og fékk þrúgusykur frá sjúkraþjálfaranum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kinu var frekar þreyttur á fimmtudagskvöldið.
Kinu var frekar þreyttur á fimmtudagskvöldið. vísir/skjáskot
Kinu Rochford hefur gert það gott með Þór úr Þorlákshöfn í Dominos-deild karla eftir að hann skrifaði undir samning við félagið um miðjan september.

Kinu er með að meðaltali um tuttugu stig í þeim þrettán leikjum sem hann hefur spilað og er að taka um tólf fráköst. Með framlag upp á 27,8 í spútnik liði Þórs.

Hann var öflugur í liði Þórs sem tapaði á fimmtudagskvöldið gegn toppliðinu í Njarðvík en í öðrum leikhluta var Bandaríkjumaðurinn orðinn vel þreyttur.

Það mæddi mikið á honum og er honum var skipt af velli í leikhlutanum, gaf hann mönnum fimmu á bekknu og lagðist svo einfaldlega í gólfið.

Hjörtur, sjúkraþjálfari Þórsara, kom labbandi að honum og kíkti hvort að það væri ekki í lagi með hann og endaði á því að gefa honum smá þrúgusykur til þess að koma sér aftur í gang.

Kinu átti fínan leik en það dugði ekki til sigurs en innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Þreyttur Kinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×