Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 22:00 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira