Körfubolti

Körfuboltakvöld: Vanmat Stólanna sem nenntu ekki að spila leikinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brynjar Þór Björnsson tekur lítið annað en þriggja stiga skot þessa dagana
Brynjar Þór Björnsson tekur lítið annað en þriggja stiga skot þessa dagana vísir/bára
Tindastóll tók 51 þriggja stiga skot í sigrinum á Val í Domino's deild karla á fimmtudag. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu þessa miklu þristanotkun í þætti vikunnar.

„Þetta bakkar kannski upp það sem Kiddi var að tala um að það hafi verið eitthvað vanmat og ekki alveg fullkomin virðing borin fyrir Valsmönnum. Þetta er allt of mikið,“ sagði Teitur Örlygsson.

Tindastóll vann leikinn 97-94 eftir að hafa naumlega náð að knýja fram framlengingu.

„Það er eins og þeir hafi ekki nennt að spila þennan leik,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir og Teitur bætti við: „Já, það er styttra á milli þriggja stiga línanna heldur en endalínanna.“

Hermann Hauksson benti á að það gæti hafa spilað inn í að Urald King er ekki með Stólunum.

„Danero Thomas vill taka langskot, Helgi er ekki að ógna inni í teig, Brynar vill taka langskot, Dino Butorac vil taka langskot, Hannes Ingi, Viðar, þetta eru allt menn sem vilja bara skjóta,“ tók Kjartan Atli Kjartansson undir.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Stólarnir skjóta of mikið af þristum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×