Guðmundur: Merkingarlaust þvaður Anton Ingi Leifsson skrifar 13. janúar 2019 20:03 Guðmundur í viðtölum í leikslok. vísir/tom „Mér fannst þetta óþarflega stórt. Við vorum að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega í síðari hálfleik og þetta var komið niður í 27-24. Þeir fengu að spila endalaust í sókninni,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara í leikslok. „Ég hef aldrei séð hendina fara jafn oft upp. Það var bara endalaust. Að vera telja einhverjar sendingar er merkingalaust þvaður. Ég er mjög óhress með þessa línu.“ „Það var tvígrip á þá í þessu tímabili í leiknum og skref en við þurfum að skoða þetta. Við erum að fá á okkur ansi margar tveggja mínútu brottvísanir en ég skildi ekki stóran hluta af þeim.“ Guðmundur segir að þó dómgæslan hafi ekki verið hliðholl íslenska liðinu þá þurfi þeir að líta í eigin barm og skoða hvað hafi farið úrskeiðis. „Við verðum líka að horfa í eigin barm. Við gáfum frá okkur leikinn að mínu mati með því að stytta sóknir í fyrri hálfleik og taka óþarfa áhættu með línusendingum. Það er munurinn á liðunum í fyrri hálfleik.“ Það kom smá óðagot á köflum í leiknum þar sem íslenska liðið missti boltann of auðveldlega og Spánverjarnir refsuðu grimmilega. „Við gáfum okkur ekki nægilegan tíma í nokkrar sóknir og þar kom kafli sem við köstum þessu frá okkur. Ekkert ólíkt og við lentum í á móti Króötum. Þetta eru ekki ólíkir kaflar. Þetta er eitthvað sem við verðum að læra af.“ „Við þurfum að skoða það. Við þurfum að skoða varnarleikinn og skoða afhverju við fáum svona margar brottvísanir. Við þurfum að aðlaga okkur þar að breyttum heimi,“ sagði Gummi hundfúll með dómara leiksins. „Ég ætla ekki að segja of mikið núna en heilt yfir varnarlega segir það sína sögu að hendin kom nánast upp í hverri einustu sókn hjá andstæðingunum að þeir eru í stökustu vandræðum. Við megum ekki hleypa þeim í öll þessi hraðaupphlaup.“Klippa: Guðmundur: Merkingarlaust þvaður HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Twitter eftir leikinn gegn Spánverjum: Hvenær kemur skotklukkan? Ísland beið lægri hlut gegn Spánverjum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Munchen í dag en leiknum er nýlokið. Spánverjar leiddu frá upphafi og unnu að lokum 7 marka sigur, 32-25. 13. janúar 2019 20:00 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira
„Mér fannst þetta óþarflega stórt. Við vorum að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega í síðari hálfleik og þetta var komið niður í 27-24. Þeir fengu að spila endalaust í sókninni,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara í leikslok. „Ég hef aldrei séð hendina fara jafn oft upp. Það var bara endalaust. Að vera telja einhverjar sendingar er merkingalaust þvaður. Ég er mjög óhress með þessa línu.“ „Það var tvígrip á þá í þessu tímabili í leiknum og skref en við þurfum að skoða þetta. Við erum að fá á okkur ansi margar tveggja mínútu brottvísanir en ég skildi ekki stóran hluta af þeim.“ Guðmundur segir að þó dómgæslan hafi ekki verið hliðholl íslenska liðinu þá þurfi þeir að líta í eigin barm og skoða hvað hafi farið úrskeiðis. „Við verðum líka að horfa í eigin barm. Við gáfum frá okkur leikinn að mínu mati með því að stytta sóknir í fyrri hálfleik og taka óþarfa áhættu með línusendingum. Það er munurinn á liðunum í fyrri hálfleik.“ Það kom smá óðagot á köflum í leiknum þar sem íslenska liðið missti boltann of auðveldlega og Spánverjarnir refsuðu grimmilega. „Við gáfum okkur ekki nægilegan tíma í nokkrar sóknir og þar kom kafli sem við köstum þessu frá okkur. Ekkert ólíkt og við lentum í á móti Króötum. Þetta eru ekki ólíkir kaflar. Þetta er eitthvað sem við verðum að læra af.“ „Við þurfum að skoða það. Við þurfum að skoða varnarleikinn og skoða afhverju við fáum svona margar brottvísanir. Við þurfum að aðlaga okkur þar að breyttum heimi,“ sagði Gummi hundfúll með dómara leiksins. „Ég ætla ekki að segja of mikið núna en heilt yfir varnarlega segir það sína sögu að hendin kom nánast upp í hverri einustu sókn hjá andstæðingunum að þeir eru í stökustu vandræðum. Við megum ekki hleypa þeim í öll þessi hraðaupphlaup.“Klippa: Guðmundur: Merkingarlaust þvaður
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Twitter eftir leikinn gegn Spánverjum: Hvenær kemur skotklukkan? Ísland beið lægri hlut gegn Spánverjum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Munchen í dag en leiknum er nýlokið. Spánverjar leiddu frá upphafi og unnu að lokum 7 marka sigur, 32-25. 13. janúar 2019 20:00 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira
Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30
Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51
Twitter eftir leikinn gegn Spánverjum: Hvenær kemur skotklukkan? Ísland beið lægri hlut gegn Spánverjum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Munchen í dag en leiknum er nýlokið. Spánverjar leiddu frá upphafi og unnu að lokum 7 marka sigur, 32-25. 13. janúar 2019 20:00
Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51