Aron: Getur rétt ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 13. janúar 2019 20:04 Aron Pálmarsson var svekktur í leikslok. vísir/epa Ísland tapaði, 30-24, fyrir Spáni í öðrum leik liðsins á HM 2019 í handbolta en spænska liðið leiddi nær allan leikinn og stýrði honum frá upphafi. Spánverjar spiluðu ekki skemmtilegan handbolta. Þeir spiluðu hægt og fengu langar sóknir, voru svolítið að henda sér niður og beittu öllum brögðunum í bókinni „Var ekki leiðinlegt að horfa á þetta? Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að spila á móti þessu,“ sagði sársvektur Aron Pálmarsson við Vísi eftir leik. „Fyrsta sóknin þeirra var tvær mínútur en þeir eru klókir og gera þetta vel. Ef þetta er línan hjá dómurunum í dag finnst mér verið að gera handboltann leiðinlegri. Þeir henda sér niður og reyna að fiska okkur út af.“ Dómararnir voru ekki að gera íslenska liðinu neina greiða í leiknum en miðjublokkin var komin með átta mínútur út af eftir korter. „Ég er ekki að biðja um neitt fyrir okkur. Mér fannst ekkert að þeir áttu að fá fleiri tvær mínútur en það var verið að reka okkur út af fyrir fyrir að brjóta í venjulegum fríköstum. Það er er bara mjög erfitt að spila einum færri á móti liði eins og Spáni,“ segir Aron og tekur undir að leikplanið er helvíti fljótt að fara út um gluggann í svona stöðu. „Þú getur rétt ímyndað þér. Við treystum á að við erum að vinna einn á einn baráttuna. Þeir eru ekki jafnfljótir og Króatarnir. Ég taldi okkur vera að gera þetta ágætlega þangað til á annarri mínútu þegar að við erum reknir strax út af og svo var það gegnum gangandi allan leikinn. Stundum vorum við á grensunni vissulega en það verður að leyfa smá hörku í handbolta.“ Ísland skoraði 25 mörk í leiknum og fór með nokkur dauðafæri í seinni hálfleik. „Ég var þannig séð sáttur með sóknarleikinn. Þegar að við stilltum upp í sókn vorum að skora og mér fannst við fá góðar opnanir. Spánverjar spila þannig að þeir gefa aðeins og falla aftur. Þá koma líka tæknifeilar hjá okkur en mér fannst við leysa þetta ágætlega,“ segir Aron. „Svo tapar maður einum bolta einum færri, enginn í marki, það er kastað yfir völlinn og mark. Þeir eru þetta góðir og hver mistök eru dýr á móti svona liði. Þeir unnu þetta þannig séð sannfærandi. Þeim líður líka best svona í bílstjórasætinu og við að elta. Þeir unnu þetta verðskuldað en maður er helvíti fúll,“ segir Aron Pálmarsson.Klippa: Aron: Getur ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Ísland tapaði, 30-24, fyrir Spáni í öðrum leik liðsins á HM 2019 í handbolta en spænska liðið leiddi nær allan leikinn og stýrði honum frá upphafi. Spánverjar spiluðu ekki skemmtilegan handbolta. Þeir spiluðu hægt og fengu langar sóknir, voru svolítið að henda sér niður og beittu öllum brögðunum í bókinni „Var ekki leiðinlegt að horfa á þetta? Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að spila á móti þessu,“ sagði sársvektur Aron Pálmarsson við Vísi eftir leik. „Fyrsta sóknin þeirra var tvær mínútur en þeir eru klókir og gera þetta vel. Ef þetta er línan hjá dómurunum í dag finnst mér verið að gera handboltann leiðinlegri. Þeir henda sér niður og reyna að fiska okkur út af.“ Dómararnir voru ekki að gera íslenska liðinu neina greiða í leiknum en miðjublokkin var komin með átta mínútur út af eftir korter. „Ég er ekki að biðja um neitt fyrir okkur. Mér fannst ekkert að þeir áttu að fá fleiri tvær mínútur en það var verið að reka okkur út af fyrir fyrir að brjóta í venjulegum fríköstum. Það er er bara mjög erfitt að spila einum færri á móti liði eins og Spáni,“ segir Aron og tekur undir að leikplanið er helvíti fljótt að fara út um gluggann í svona stöðu. „Þú getur rétt ímyndað þér. Við treystum á að við erum að vinna einn á einn baráttuna. Þeir eru ekki jafnfljótir og Króatarnir. Ég taldi okkur vera að gera þetta ágætlega þangað til á annarri mínútu þegar að við erum reknir strax út af og svo var það gegnum gangandi allan leikinn. Stundum vorum við á grensunni vissulega en það verður að leyfa smá hörku í handbolta.“ Ísland skoraði 25 mörk í leiknum og fór með nokkur dauðafæri í seinni hálfleik. „Ég var þannig séð sáttur með sóknarleikinn. Þegar að við stilltum upp í sókn vorum að skora og mér fannst við fá góðar opnanir. Spánverjar spila þannig að þeir gefa aðeins og falla aftur. Þá koma líka tæknifeilar hjá okkur en mér fannst við leysa þetta ágætlega,“ segir Aron. „Svo tapar maður einum bolta einum færri, enginn í marki, það er kastað yfir völlinn og mark. Þeir eru þetta góðir og hver mistök eru dýr á móti svona liði. Þeir unnu þetta þannig séð sannfærandi. Þeim líður líka best svona í bílstjórasætinu og við að elta. Þeir unnu þetta verðskuldað en maður er helvíti fúll,“ segir Aron Pálmarsson.Klippa: Aron: Getur ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30
Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51
Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03
Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51