Ísland og Sádí Arabía eru einu landsliðin á HM í handbolta í ár sem er boðið upp á það að spila tvo leiki á mótinu með aðeins innan við tuttugu klukktíma á milli þeirra.
Íslenska handboltalandsliðið fær ekki langan tíma til að jafna sig eftir leikinn á móti Spánverjum í kvöld því íslenska liðið spilar strax fyrsta leikinn í Ólympíuhöllinni í München á morgun.
Íslensku strákarnir fengu meira en tvo sólarhringa í hvíld á milli leik eitt og tvö á HM en nú er allt annað upp á teningnum hjá okkar mönnum.
Þriðja umferðin í B-riðlinum er nefnilega spiluð strax á morgun og kemur það í hlut íslenska liðsins að spila fyrsta leik dagsins sem er á móti Barein.
Strákarnir hans Arons Kristjánssonar í Barein spiluðu aftur á móti fyrsta leikinn í B-riðlinum í dag og fá því miklu lengri hvíld en íslensku strákarnir.
Leikur Íslands og Barein á morgun hefst klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma.
Leikurinn við Spán var núna að klárast eftir klukkan hálf níu í kvöld að staðartíma, hálf átta að íslenskum tíma, þannig að það eru minna en tuttugu tímar í næsta leik strákanna okkar.
Vísir fór yfir leikjadagskrána í riðlakeppni HM í handbolta og þar kemur í ljós að aðeins eitt annað lið lendir í sömu stöðu og það íslenska.
Lið Sádí Arabíu spilar síðasta leikinn í C-riðli á morgun sem er á móti Dönum og svo fyrsta leikinn á þriðjudaginn sem er á móti Túnis.
Aðeins tæpir nítján klukkutímar í næsta leik strákanna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti