Ríkið vill fá staðfestingu á að það eigi Fell Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Frá Vík í Mýrdal en jörðin Fell er í Mýrdalshreppi. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur höfðað eignardómsmál til að fá viðurkennt eignarhald sitt á jörðinni Felli í Mýrdalshreppi. Stefna þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Ríkið gerir tilkall til jarðarinnar, ræktaðs lands, hlöðu undir súgþurrkun og annars sem jörðinni fylgir. Undanskilin eru mannvirki á svokölluðum landnemaspildum á borð við verkfærageymslur og sumarhús. Í stefnunni er saga Fells rakin allt aftur til 12. aldar. Jörðin var lengi vel kirkjujörð en frægastur ábúenda er vafalaust Eldklerkurinn Jón Steingrímsson. Fell var síðast setið af presti árið 1903. Ekki hefur verið búið á jörðinni um áratuga skeið en síðan 1988 hefur ríkið leigt jörðina út til skógræktarbænda. Árið 2016 hugðist ríkið selja Skógræktarfélagi Reykjavíkur jörðina og fór því fram á það að eignarréttindum þess yrði þinglýst á Fell. Því hafnaði sýslumaðurinn á Suðurlandi. Kaupsamningi um jörðina var síðan vísað frá þinglýsingu á sömu forsendum. Ríkið telur að jörðin hafi verið eign konungs frá 1554 og þar með síðar íslenska ríkisins. Það hafi ráðstafað jörðinni og leigt hana út og enginn gert athugasemdir við það um aldir. Hefur það því höfðað mál þetta til að fá það viðurkennt. Í stefnunni er skorað á hvern þann sem telur sig eiga rétt til jarðarinnar að mæta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands 20. febrúar til að sanna rétt sinn. Ella verði fallist á kröfur ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mýrdalshreppur Skipulag Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Íslenska ríkið hefur höfðað eignardómsmál til að fá viðurkennt eignarhald sitt á jörðinni Felli í Mýrdalshreppi. Stefna þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Ríkið gerir tilkall til jarðarinnar, ræktaðs lands, hlöðu undir súgþurrkun og annars sem jörðinni fylgir. Undanskilin eru mannvirki á svokölluðum landnemaspildum á borð við verkfærageymslur og sumarhús. Í stefnunni er saga Fells rakin allt aftur til 12. aldar. Jörðin var lengi vel kirkjujörð en frægastur ábúenda er vafalaust Eldklerkurinn Jón Steingrímsson. Fell var síðast setið af presti árið 1903. Ekki hefur verið búið á jörðinni um áratuga skeið en síðan 1988 hefur ríkið leigt jörðina út til skógræktarbænda. Árið 2016 hugðist ríkið selja Skógræktarfélagi Reykjavíkur jörðina og fór því fram á það að eignarréttindum þess yrði þinglýst á Fell. Því hafnaði sýslumaðurinn á Suðurlandi. Kaupsamningi um jörðina var síðan vísað frá þinglýsingu á sömu forsendum. Ríkið telur að jörðin hafi verið eign konungs frá 1554 og þar með síðar íslenska ríkisins. Það hafi ráðstafað jörðinni og leigt hana út og enginn gert athugasemdir við það um aldir. Hefur það því höfðað mál þetta til að fá það viðurkennt. Í stefnunni er skorað á hvern þann sem telur sig eiga rétt til jarðarinnar að mæta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands 20. febrúar til að sanna rétt sinn. Ella verði fallist á kröfur ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mýrdalshreppur Skipulag Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira