Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 08:30 Eldisfyrirtæki munu þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi. Mynd/Erlendur Gíslason Fyrirhugað gjald fyrir nýtingu eldissvæða í sjó er ýmist of hátt eða of lágt miðað við innsendar athugasemdir við fyrirhugað lagafrumvarp þess efnis. Í drögum að frumvarpinu segir að eldisfyrirtæki muni þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kíló af geldlaxi og regnbogasilungi. Árið 2023 mun upphæðin í báðum flokkum hækka um helming. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 2020. Áætlað er að fyrstu árin muni gjaldið skila rúmum 600 milljónum í ríkiskassann en ríflega milljarði eftir að hækkunin tekur gildi. Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. Því er mögulegt að fyrirtæki muni þurfa að greiða fyrir framleiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi aðferð er einföld í framkvæmd og hvetur rekstrarleyfishafa til að nýta framleiðsluheimildir útgefinna rekstrarheimilda,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í umsögn KPMG segir að réttmæti gjaldstofnsins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokkurn hátt mið af gjaldþoli gjaldandans. Gífurlega langur tími líði frá því að rekstrarleyfi fæst þar til tekjur myndist af starfseminni. „Skattlagning framleiðsluheimildar óháð því hvort hún er nýtt samræmist illa sjónarmiði um verndun lífríkis, sem búa að baki gjaldtökunni, enda vandséð að heimildin ein hafi áhrif á lífríki til jafns við sjálft eldið,“ segir í umsögn KPMG. Á þetta er einnig bent í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en þar er bent á að það getur tekið mörg ár að hefja framleiðslu að fullu eftir að rekstrarleyfi fæst. Í umsögn SFS er enn fremur bent á að greinin sé enn að slíta barnsskónum og afkoma fyrirtækja í geiranum að stærstum hluta verið neikvæð. Til að mynda sé uppsafnað tap síðustu fimm ára 4,8 milljarðar króna. Óskynsamlegt sé að leggja auðlindagjald á meðan afkoman er á þann veg. Þá er vikið að því að óráðlegt sé að gjaldið sé ákveðið með fastri krónutölu en taki ekki mið af afurðaverði og gengi. Tónninn í umsögn Landssambands veiðifélaga (LV) er á annan veg. Sambandið telur frumvarpið varpa fyrir róða tækifæri til að lögfesta fjárhagslegan hvata til að færa eldi úr sjókvíum og upp á land. „Fyrirhuguð upphæð í frumvarpsdrögunum […] er alltof lág að mati LV. Upphæðina þarf að tvöfalda að lágmarki svo einhver hvati til breytinga hljótist af lögunum. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að gjaldið taki mið af verðlagsbreytingum,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Fyrirhugað gjald fyrir nýtingu eldissvæða í sjó er ýmist of hátt eða of lágt miðað við innsendar athugasemdir við fyrirhugað lagafrumvarp þess efnis. Í drögum að frumvarpinu segir að eldisfyrirtæki muni þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kíló af geldlaxi og regnbogasilungi. Árið 2023 mun upphæðin í báðum flokkum hækka um helming. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 2020. Áætlað er að fyrstu árin muni gjaldið skila rúmum 600 milljónum í ríkiskassann en ríflega milljarði eftir að hækkunin tekur gildi. Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. Því er mögulegt að fyrirtæki muni þurfa að greiða fyrir framleiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi aðferð er einföld í framkvæmd og hvetur rekstrarleyfishafa til að nýta framleiðsluheimildir útgefinna rekstrarheimilda,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í umsögn KPMG segir að réttmæti gjaldstofnsins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokkurn hátt mið af gjaldþoli gjaldandans. Gífurlega langur tími líði frá því að rekstrarleyfi fæst þar til tekjur myndist af starfseminni. „Skattlagning framleiðsluheimildar óháð því hvort hún er nýtt samræmist illa sjónarmiði um verndun lífríkis, sem búa að baki gjaldtökunni, enda vandséð að heimildin ein hafi áhrif á lífríki til jafns við sjálft eldið,“ segir í umsögn KPMG. Á þetta er einnig bent í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en þar er bent á að það getur tekið mörg ár að hefja framleiðslu að fullu eftir að rekstrarleyfi fæst. Í umsögn SFS er enn fremur bent á að greinin sé enn að slíta barnsskónum og afkoma fyrirtækja í geiranum að stærstum hluta verið neikvæð. Til að mynda sé uppsafnað tap síðustu fimm ára 4,8 milljarðar króna. Óskynsamlegt sé að leggja auðlindagjald á meðan afkoman er á þann veg. Þá er vikið að því að óráðlegt sé að gjaldið sé ákveðið með fastri krónutölu en taki ekki mið af afurðaverði og gengi. Tónninn í umsögn Landssambands veiðifélaga (LV) er á annan veg. Sambandið telur frumvarpið varpa fyrir róða tækifæri til að lögfesta fjárhagslegan hvata til að færa eldi úr sjókvíum og upp á land. „Fyrirhuguð upphæð í frumvarpsdrögunum […] er alltof lág að mati LV. Upphæðina þarf að tvöfalda að lágmarki svo einhver hvati til breytinga hljótist af lögunum. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að gjaldið taki mið af verðlagsbreytingum,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira