Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 08:30 Eldisfyrirtæki munu þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi. Mynd/Erlendur Gíslason Fyrirhugað gjald fyrir nýtingu eldissvæða í sjó er ýmist of hátt eða of lágt miðað við innsendar athugasemdir við fyrirhugað lagafrumvarp þess efnis. Í drögum að frumvarpinu segir að eldisfyrirtæki muni þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kíló af geldlaxi og regnbogasilungi. Árið 2023 mun upphæðin í báðum flokkum hækka um helming. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 2020. Áætlað er að fyrstu árin muni gjaldið skila rúmum 600 milljónum í ríkiskassann en ríflega milljarði eftir að hækkunin tekur gildi. Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. Því er mögulegt að fyrirtæki muni þurfa að greiða fyrir framleiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi aðferð er einföld í framkvæmd og hvetur rekstrarleyfishafa til að nýta framleiðsluheimildir útgefinna rekstrarheimilda,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í umsögn KPMG segir að réttmæti gjaldstofnsins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokkurn hátt mið af gjaldþoli gjaldandans. Gífurlega langur tími líði frá því að rekstrarleyfi fæst þar til tekjur myndist af starfseminni. „Skattlagning framleiðsluheimildar óháð því hvort hún er nýtt samræmist illa sjónarmiði um verndun lífríkis, sem búa að baki gjaldtökunni, enda vandséð að heimildin ein hafi áhrif á lífríki til jafns við sjálft eldið,“ segir í umsögn KPMG. Á þetta er einnig bent í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en þar er bent á að það getur tekið mörg ár að hefja framleiðslu að fullu eftir að rekstrarleyfi fæst. Í umsögn SFS er enn fremur bent á að greinin sé enn að slíta barnsskónum og afkoma fyrirtækja í geiranum að stærstum hluta verið neikvæð. Til að mynda sé uppsafnað tap síðustu fimm ára 4,8 milljarðar króna. Óskynsamlegt sé að leggja auðlindagjald á meðan afkoman er á þann veg. Þá er vikið að því að óráðlegt sé að gjaldið sé ákveðið með fastri krónutölu en taki ekki mið af afurðaverði og gengi. Tónninn í umsögn Landssambands veiðifélaga (LV) er á annan veg. Sambandið telur frumvarpið varpa fyrir róða tækifæri til að lögfesta fjárhagslegan hvata til að færa eldi úr sjókvíum og upp á land. „Fyrirhuguð upphæð í frumvarpsdrögunum […] er alltof lág að mati LV. Upphæðina þarf að tvöfalda að lágmarki svo einhver hvati til breytinga hljótist af lögunum. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að gjaldið taki mið af verðlagsbreytingum,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Fyrirhugað gjald fyrir nýtingu eldissvæða í sjó er ýmist of hátt eða of lágt miðað við innsendar athugasemdir við fyrirhugað lagafrumvarp þess efnis. Í drögum að frumvarpinu segir að eldisfyrirtæki muni þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kíló af geldlaxi og regnbogasilungi. Árið 2023 mun upphæðin í báðum flokkum hækka um helming. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 2020. Áætlað er að fyrstu árin muni gjaldið skila rúmum 600 milljónum í ríkiskassann en ríflega milljarði eftir að hækkunin tekur gildi. Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. Því er mögulegt að fyrirtæki muni þurfa að greiða fyrir framleiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi aðferð er einföld í framkvæmd og hvetur rekstrarleyfishafa til að nýta framleiðsluheimildir útgefinna rekstrarheimilda,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í umsögn KPMG segir að réttmæti gjaldstofnsins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokkurn hátt mið af gjaldþoli gjaldandans. Gífurlega langur tími líði frá því að rekstrarleyfi fæst þar til tekjur myndist af starfseminni. „Skattlagning framleiðsluheimildar óháð því hvort hún er nýtt samræmist illa sjónarmiði um verndun lífríkis, sem búa að baki gjaldtökunni, enda vandséð að heimildin ein hafi áhrif á lífríki til jafns við sjálft eldið,“ segir í umsögn KPMG. Á þetta er einnig bent í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en þar er bent á að það getur tekið mörg ár að hefja framleiðslu að fullu eftir að rekstrarleyfi fæst. Í umsögn SFS er enn fremur bent á að greinin sé enn að slíta barnsskónum og afkoma fyrirtækja í geiranum að stærstum hluta verið neikvæð. Til að mynda sé uppsafnað tap síðustu fimm ára 4,8 milljarðar króna. Óskynsamlegt sé að leggja auðlindagjald á meðan afkoman er á þann veg. Þá er vikið að því að óráðlegt sé að gjaldið sé ákveðið með fastri krónutölu en taki ekki mið af afurðaverði og gengi. Tónninn í umsögn Landssambands veiðifélaga (LV) er á annan veg. Sambandið telur frumvarpið varpa fyrir róða tækifæri til að lögfesta fjárhagslegan hvata til að færa eldi úr sjókvíum og upp á land. „Fyrirhuguð upphæð í frumvarpsdrögunum […] er alltof lág að mati LV. Upphæðina þarf að tvöfalda að lágmarki svo einhver hvati til breytinga hljótist af lögunum. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að gjaldið taki mið af verðlagsbreytingum,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira