Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 08:30 Eldisfyrirtæki munu þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi. Mynd/Erlendur Gíslason Fyrirhugað gjald fyrir nýtingu eldissvæða í sjó er ýmist of hátt eða of lágt miðað við innsendar athugasemdir við fyrirhugað lagafrumvarp þess efnis. Í drögum að frumvarpinu segir að eldisfyrirtæki muni þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kíló af geldlaxi og regnbogasilungi. Árið 2023 mun upphæðin í báðum flokkum hækka um helming. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 2020. Áætlað er að fyrstu árin muni gjaldið skila rúmum 600 milljónum í ríkiskassann en ríflega milljarði eftir að hækkunin tekur gildi. Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. Því er mögulegt að fyrirtæki muni þurfa að greiða fyrir framleiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi aðferð er einföld í framkvæmd og hvetur rekstrarleyfishafa til að nýta framleiðsluheimildir útgefinna rekstrarheimilda,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í umsögn KPMG segir að réttmæti gjaldstofnsins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokkurn hátt mið af gjaldþoli gjaldandans. Gífurlega langur tími líði frá því að rekstrarleyfi fæst þar til tekjur myndist af starfseminni. „Skattlagning framleiðsluheimildar óháð því hvort hún er nýtt samræmist illa sjónarmiði um verndun lífríkis, sem búa að baki gjaldtökunni, enda vandséð að heimildin ein hafi áhrif á lífríki til jafns við sjálft eldið,“ segir í umsögn KPMG. Á þetta er einnig bent í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en þar er bent á að það getur tekið mörg ár að hefja framleiðslu að fullu eftir að rekstrarleyfi fæst. Í umsögn SFS er enn fremur bent á að greinin sé enn að slíta barnsskónum og afkoma fyrirtækja í geiranum að stærstum hluta verið neikvæð. Til að mynda sé uppsafnað tap síðustu fimm ára 4,8 milljarðar króna. Óskynsamlegt sé að leggja auðlindagjald á meðan afkoman er á þann veg. Þá er vikið að því að óráðlegt sé að gjaldið sé ákveðið með fastri krónutölu en taki ekki mið af afurðaverði og gengi. Tónninn í umsögn Landssambands veiðifélaga (LV) er á annan veg. Sambandið telur frumvarpið varpa fyrir róða tækifæri til að lögfesta fjárhagslegan hvata til að færa eldi úr sjókvíum og upp á land. „Fyrirhuguð upphæð í frumvarpsdrögunum […] er alltof lág að mati LV. Upphæðina þarf að tvöfalda að lágmarki svo einhver hvati til breytinga hljótist af lögunum. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að gjaldið taki mið af verðlagsbreytingum,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Fyrirhugað gjald fyrir nýtingu eldissvæða í sjó er ýmist of hátt eða of lágt miðað við innsendar athugasemdir við fyrirhugað lagafrumvarp þess efnis. Í drögum að frumvarpinu segir að eldisfyrirtæki muni þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kíló af geldlaxi og regnbogasilungi. Árið 2023 mun upphæðin í báðum flokkum hækka um helming. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 2020. Áætlað er að fyrstu árin muni gjaldið skila rúmum 600 milljónum í ríkiskassann en ríflega milljarði eftir að hækkunin tekur gildi. Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. Því er mögulegt að fyrirtæki muni þurfa að greiða fyrir framleiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi aðferð er einföld í framkvæmd og hvetur rekstrarleyfishafa til að nýta framleiðsluheimildir útgefinna rekstrarheimilda,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í umsögn KPMG segir að réttmæti gjaldstofnsins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokkurn hátt mið af gjaldþoli gjaldandans. Gífurlega langur tími líði frá því að rekstrarleyfi fæst þar til tekjur myndist af starfseminni. „Skattlagning framleiðsluheimildar óháð því hvort hún er nýtt samræmist illa sjónarmiði um verndun lífríkis, sem búa að baki gjaldtökunni, enda vandséð að heimildin ein hafi áhrif á lífríki til jafns við sjálft eldið,“ segir í umsögn KPMG. Á þetta er einnig bent í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en þar er bent á að það getur tekið mörg ár að hefja framleiðslu að fullu eftir að rekstrarleyfi fæst. Í umsögn SFS er enn fremur bent á að greinin sé enn að slíta barnsskónum og afkoma fyrirtækja í geiranum að stærstum hluta verið neikvæð. Til að mynda sé uppsafnað tap síðustu fimm ára 4,8 milljarðar króna. Óskynsamlegt sé að leggja auðlindagjald á meðan afkoman er á þann veg. Þá er vikið að því að óráðlegt sé að gjaldið sé ákveðið með fastri krónutölu en taki ekki mið af afurðaverði og gengi. Tónninn í umsögn Landssambands veiðifélaga (LV) er á annan veg. Sambandið telur frumvarpið varpa fyrir róða tækifæri til að lögfesta fjárhagslegan hvata til að færa eldi úr sjókvíum og upp á land. „Fyrirhuguð upphæð í frumvarpsdrögunum […] er alltof lág að mati LV. Upphæðina þarf að tvöfalda að lágmarki svo einhver hvati til breytinga hljótist af lögunum. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að gjaldið taki mið af verðlagsbreytingum,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent