Vill fjölga fulltrúum í innkauparáði og auka eftirlitshlutverk þess Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 06:15 Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Sem stendur mynda ráðið þrír fulltrúar en verði breytingin samþykkt munu þeir verða fimm. Þá fengi ráðið nýtt nafn, eftirlits- og innkauparáð Reykjavíkurborgar. Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að ráðið hafi ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgarráðs. Mál á borði ráðsins séu oft flókin og viðamikil. Með tillögunni sé stefnt að því að efla ráðið. „Þetta kemur svo sem í kjölfar þeirra mála sem hafa verið í umræðunni. Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýringar á Nauthólsvegi 100 en það gekk illa. Með þessu viljum við að innkauparáð hafi veigameira hlutverk sem verði fyrst og fremst tengt eftirliti,“ segir Björn. Björn bendir á að hið fornkveðna betur sjá augu en auga eigi vel við í þessu tilfelli. Oftar en ekki séu það gífurlega stór mál og háar upphæðir sem séu undir. Því sé mikilvægt að tveir fulltrúar, sem oftast séu minnihlutans hverju sinni, geti vísað málum til IER. „Ef mönnum er alvara með að bæta hlutina þá er þetta stór hluti af því. Við höfum engan annan kost úr því sem komið er en að reyna að gera hlutina betur. Ég á því ekki von á öðru en að þessari tillögu verði vel tekið á fundinum á morgun,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Sem stendur mynda ráðið þrír fulltrúar en verði breytingin samþykkt munu þeir verða fimm. Þá fengi ráðið nýtt nafn, eftirlits- og innkauparáð Reykjavíkurborgar. Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að ráðið hafi ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgarráðs. Mál á borði ráðsins séu oft flókin og viðamikil. Með tillögunni sé stefnt að því að efla ráðið. „Þetta kemur svo sem í kjölfar þeirra mála sem hafa verið í umræðunni. Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýringar á Nauthólsvegi 100 en það gekk illa. Með þessu viljum við að innkauparáð hafi veigameira hlutverk sem verði fyrst og fremst tengt eftirliti,“ segir Björn. Björn bendir á að hið fornkveðna betur sjá augu en auga eigi vel við í þessu tilfelli. Oftar en ekki séu það gífurlega stór mál og háar upphæðir sem séu undir. Því sé mikilvægt að tveir fulltrúar, sem oftast séu minnihlutans hverju sinni, geti vísað málum til IER. „Ef mönnum er alvara með að bæta hlutina þá er þetta stór hluti af því. Við höfum engan annan kost úr því sem komið er en að reyna að gera hlutina betur. Ég á því ekki von á öðru en að þessari tillögu verði vel tekið á fundinum á morgun,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira