Man eftir fyrsta högginu þegar að hann þurfti að fara að venjast því að tapa Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 14. janúar 2019 14:30 Dagur Sigurðsson ræðir við fjölmiðla eftir tapið gegn Makedóníu. vísir/tom Dagur Sigurðsson er búinn að tapa báðum leikjum sínum með Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir að spilamennska liðsins hefur orðið betri undir hans stjórn er langt í land í baráttunni við mörg Evrópuliðin. Dagur hefur verið fullkomlega hreinskilinn með stöðu Japan á mótinu og sömuleiðis við strákana sína sem spila miklu fleiri leiki en þeir eru vanir á hverju ári. „Nú er ég búinn að vera með þá í tvö ár og ég er búinn að sýna þeim fram á það hvar við stöndum í staðinn fyrir að segja þeim hvar þeir eru. Áður en ég tók við liðinu spilaði Japan tíu leiki á ári og þá segir sig sjálft að þú tapar ekkert rosalega mörgum leikjum,“ segir Dagur.Dagur hefur unnið marga tilta á ferlinum.vísir/gettyFór strax að vinna „Eftir að ég tók við erum við að spila hátt í 30 leiki á ári og meira við evrópsku liðin ef eitthvað er og því höfum við tapað alveg helling af leikjum. Það fer bara í reynslubankann og þá veit maður hvar maður stendur,“ segir hann. Dagur er rosalega vanur því að vinna leiki og titla. Hann var í frábæru liði Vals í byrjun meistaraflokksára sinna og varð t.a.m. Íslandsmeistari fjögur ár í röð. Hann upplifði sigursæla tíma sem spilandi þjálfari í Austurríki með Füchse Berlín í Þýskalandi og svo varð hann Evrópumeistari með Þýskaland árið 2016. Það er stór munur á því að þjálfa bestu leikmenn heims sem framkvæma meira og minna allt sem þú biður þá um að gera en að stýra svo Japan en þetta er eitthvað sem Dagur vissi að sjálfsögðu áður en að hann tók við.Það er erfiðara að þjálfa Japan en Þýskaland.vísir/tomLiðið brotnaði „Ég man alveg hvenær fyrsta svona höggið kom. Það var þegar að ég var enn þá leikmaður. Ég var búinn að vinna mikið með Val í meistaraflokki en svo förum við Óli til Wuppertal. Við byrjuðum í annarri deild en komumst strax upp og unnum þar af leiðandi mikið af leikjum þá,“ segir Dagur. „Fyrsta árið í efstu deild gekk vel. Við vorum mjög góðir. Árið eftir brotnaði liðið og ég man að ég var þá orðinn fyrirliðinn Wuppertal og þá tók töluvert á mig þegar að við byrjuðum að tapa. Þetta er öðruvísi.“ „Þetta er öðruvísi að því leytinu til að ég var algjörlega innstilltur á þetta. Ég gerði langtíma samning þannig að ég gæti unnið í því sjálfur að stilla mig inn á það, að taka þennan slag. Ég var orðinn þreyttur á hinu, kannski ekkert að vinna en þreyttur á umhverfinu og ég sé ekkert eftir þessu,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Man eftir fyrsta högginu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni Er ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og flest stefndi í. 14. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap. 14. janúar 2019 06:30 Aron: Ég er búinn að tala um þetta við hann í mánuð Aron Kristjánsson sér bætingu á leik Barein sem Ísland mætir í dag. 14. janúar 2019 10:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson er búinn að tapa báðum leikjum sínum með Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir að spilamennska liðsins hefur orðið betri undir hans stjórn er langt í land í baráttunni við mörg Evrópuliðin. Dagur hefur verið fullkomlega hreinskilinn með stöðu Japan á mótinu og sömuleiðis við strákana sína sem spila miklu fleiri leiki en þeir eru vanir á hverju ári. „Nú er ég búinn að vera með þá í tvö ár og ég er búinn að sýna þeim fram á það hvar við stöndum í staðinn fyrir að segja þeim hvar þeir eru. Áður en ég tók við liðinu spilaði Japan tíu leiki á ári og þá segir sig sjálft að þú tapar ekkert rosalega mörgum leikjum,“ segir Dagur.Dagur hefur unnið marga tilta á ferlinum.vísir/gettyFór strax að vinna „Eftir að ég tók við erum við að spila hátt í 30 leiki á ári og meira við evrópsku liðin ef eitthvað er og því höfum við tapað alveg helling af leikjum. Það fer bara í reynslubankann og þá veit maður hvar maður stendur,“ segir hann. Dagur er rosalega vanur því að vinna leiki og titla. Hann var í frábæru liði Vals í byrjun meistaraflokksára sinna og varð t.a.m. Íslandsmeistari fjögur ár í röð. Hann upplifði sigursæla tíma sem spilandi þjálfari í Austurríki með Füchse Berlín í Þýskalandi og svo varð hann Evrópumeistari með Þýskaland árið 2016. Það er stór munur á því að þjálfa bestu leikmenn heims sem framkvæma meira og minna allt sem þú biður þá um að gera en að stýra svo Japan en þetta er eitthvað sem Dagur vissi að sjálfsögðu áður en að hann tók við.Það er erfiðara að þjálfa Japan en Þýskaland.vísir/tomLiðið brotnaði „Ég man alveg hvenær fyrsta svona höggið kom. Það var þegar að ég var enn þá leikmaður. Ég var búinn að vinna mikið með Val í meistaraflokki en svo förum við Óli til Wuppertal. Við byrjuðum í annarri deild en komumst strax upp og unnum þar af leiðandi mikið af leikjum þá,“ segir Dagur. „Fyrsta árið í efstu deild gekk vel. Við vorum mjög góðir. Árið eftir brotnaði liðið og ég man að ég var þá orðinn fyrirliðinn Wuppertal og þá tók töluvert á mig þegar að við byrjuðum að tapa. Þetta er öðruvísi.“ „Þetta er öðruvísi að því leytinu til að ég var algjörlega innstilltur á þetta. Ég gerði langtíma samning þannig að ég gæti unnið í því sjálfur að stilla mig inn á það, að taka þennan slag. Ég var orðinn þreyttur á hinu, kannski ekkert að vinna en þreyttur á umhverfinu og ég sé ekkert eftir þessu,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Man eftir fyrsta högginu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni Er ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og flest stefndi í. 14. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap. 14. janúar 2019 06:30 Aron: Ég er búinn að tala um þetta við hann í mánuð Aron Kristjánsson sér bætingu á leik Barein sem Ísland mætir í dag. 14. janúar 2019 10:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni Er ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og flest stefndi í. 14. janúar 2019 10:00
Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00
Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap. 14. janúar 2019 06:30
Aron: Ég er búinn að tala um þetta við hann í mánuð Aron Kristjánsson sér bætingu á leik Barein sem Ísland mætir í dag. 14. janúar 2019 10:00