Ísland átti fyrsta leik dagsins og það var enginn á þeim buxunum að fara heim eftir leik enda allir í fullu fjöri eftir frábæran átján marka sigur strákanna okkar.
Vísir tók nokkra stuðningsmenn tali, þar á meðan Einar Guðmundsson, fyrrverandi handboltahetju og faðir Teits Arnar Einarssonar og einnig náðist í skottið á FH-goðsögninni Guðjóni Árnasyni sem var ánægður með sigurinn.
Benni Bongó og Sonja úr Sérsveitinni halda svo áfram að fara á kostum en fjörið í Bjórgarðinum má sjá hér að neðan í myndbandi sem Sigurður Már Davíðsson tók saman.