Fyrirlestur um þá sem hirtu herflutningana Benedikt Bóas skrifar 15. janúar 2019 08:00 Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli Bandaríski herinn Ísland Nato Bandaríkin Í dag flytur Arnór Gunnar Gunnarsson hádegisfyrirlesturinn „Scalia, Ginsburg og Keflavíkurstöðin. Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl 12.05 og er fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Þema þessa vors er réttarfar og refsingar, segir í tilkynningu. Um miðjan 9. áratuginn tók bandarískt fyrirtæki, Rainbow Navigation, óvænt að sér vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher á Íslandi. Íslenskum skipafyrirtækjum var ekki skemmt enda höfðu þau séð um flutningana fram að þessu. Að kröfu íslenskra stjórnvalda reyndi ríkisstjórn Ronalds Reagan að koma flutningunum aftur til íslenskra fyrirtækja en það reyndist þrautin þyngri þar sem bandarísk fyrirtæki höfðu forgang lögum samkvæmt. Í kjölfarið urðu tvö dómsmál vestra sem höfðu mikil áhrif á deiluna. Í fyrra dómsmálinu (1985-1986) voru tilraunir Bandaríkjastjórnar til að beita undanþáguákvæði dæmdar ólöglegar og Rainbow Navigation hélt flutningunum um sinn. Löndin leiddu málið til lykta með milliríkjasamningi seinna á árinu 1986 en fljótlega var framkvæmd samningsins kærð og úr varð seinna meiri háttar dómsmál vegna vöruflutninganna (1988-1991). Í þetta skiptið varð niðurstaðan íslensku fyrirtækjunum hagstæð. Dómarar í málunum (sem voru m.a. Antonin Scalia, Ken Starr og Ruth Bader Ginsburg) áttu þannig eftir að hafa umtalsverð áhrif á málefni Íslands og Bandaríkjanna á síðari hluta 9. áratugarins. Í erindinu verður áhersla lögð á dómsmálin en einnig reynt að setja Rainbow Navigation-málið í samhengi við stöðu Íslands í kalda stríðinu á 9. áratugnum, auk þess sem áhrif fyrirtækjanna á utanríkismál verða könnuð. Líkt og dómarar tóku skýrt fram var um umtalsverða utanríkishagsmuni að ræða fyrir Bandaríkjamenn – en þrátt fyrir það var ekki hægt að hunsa hagsmuni innlenda fyrirtækisins Rainbow Navigation með auðveldum hætti. Arnór Gunnar Gunnarsson skrifaði BA-ritgerð í sagnfræði um Rainbow Navigation-málið sem hann skilaði í janúar 2018. Hann leggur nú stund á meistaranám í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Í dag flytur Arnór Gunnar Gunnarsson hádegisfyrirlesturinn „Scalia, Ginsburg og Keflavíkurstöðin. Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl 12.05 og er fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Þema þessa vors er réttarfar og refsingar, segir í tilkynningu. Um miðjan 9. áratuginn tók bandarískt fyrirtæki, Rainbow Navigation, óvænt að sér vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher á Íslandi. Íslenskum skipafyrirtækjum var ekki skemmt enda höfðu þau séð um flutningana fram að þessu. Að kröfu íslenskra stjórnvalda reyndi ríkisstjórn Ronalds Reagan að koma flutningunum aftur til íslenskra fyrirtækja en það reyndist þrautin þyngri þar sem bandarísk fyrirtæki höfðu forgang lögum samkvæmt. Í kjölfarið urðu tvö dómsmál vestra sem höfðu mikil áhrif á deiluna. Í fyrra dómsmálinu (1985-1986) voru tilraunir Bandaríkjastjórnar til að beita undanþáguákvæði dæmdar ólöglegar og Rainbow Navigation hélt flutningunum um sinn. Löndin leiddu málið til lykta með milliríkjasamningi seinna á árinu 1986 en fljótlega var framkvæmd samningsins kærð og úr varð seinna meiri háttar dómsmál vegna vöruflutninganna (1988-1991). Í þetta skiptið varð niðurstaðan íslensku fyrirtækjunum hagstæð. Dómarar í málunum (sem voru m.a. Antonin Scalia, Ken Starr og Ruth Bader Ginsburg) áttu þannig eftir að hafa umtalsverð áhrif á málefni Íslands og Bandaríkjanna á síðari hluta 9. áratugarins. Í erindinu verður áhersla lögð á dómsmálin en einnig reynt að setja Rainbow Navigation-málið í samhengi við stöðu Íslands í kalda stríðinu á 9. áratugnum, auk þess sem áhrif fyrirtækjanna á utanríkismál verða könnuð. Líkt og dómarar tóku skýrt fram var um umtalsverða utanríkishagsmuni að ræða fyrir Bandaríkjamenn – en þrátt fyrir það var ekki hægt að hunsa hagsmuni innlenda fyrirtækisins Rainbow Navigation með auðveldum hætti. Arnór Gunnar Gunnarsson skrifaði BA-ritgerð í sagnfræði um Rainbow Navigation-málið sem hann skilaði í janúar 2018. Hann leggur nú stund á meistaranám í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira