Fyrirlestur um þá sem hirtu herflutningana Benedikt Bóas skrifar 15. janúar 2019 08:00 Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli Bandaríski herinn Ísland Nato Bandaríkin Í dag flytur Arnór Gunnar Gunnarsson hádegisfyrirlesturinn „Scalia, Ginsburg og Keflavíkurstöðin. Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl 12.05 og er fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Þema þessa vors er réttarfar og refsingar, segir í tilkynningu. Um miðjan 9. áratuginn tók bandarískt fyrirtæki, Rainbow Navigation, óvænt að sér vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher á Íslandi. Íslenskum skipafyrirtækjum var ekki skemmt enda höfðu þau séð um flutningana fram að þessu. Að kröfu íslenskra stjórnvalda reyndi ríkisstjórn Ronalds Reagan að koma flutningunum aftur til íslenskra fyrirtækja en það reyndist þrautin þyngri þar sem bandarísk fyrirtæki höfðu forgang lögum samkvæmt. Í kjölfarið urðu tvö dómsmál vestra sem höfðu mikil áhrif á deiluna. Í fyrra dómsmálinu (1985-1986) voru tilraunir Bandaríkjastjórnar til að beita undanþáguákvæði dæmdar ólöglegar og Rainbow Navigation hélt flutningunum um sinn. Löndin leiddu málið til lykta með milliríkjasamningi seinna á árinu 1986 en fljótlega var framkvæmd samningsins kærð og úr varð seinna meiri háttar dómsmál vegna vöruflutninganna (1988-1991). Í þetta skiptið varð niðurstaðan íslensku fyrirtækjunum hagstæð. Dómarar í málunum (sem voru m.a. Antonin Scalia, Ken Starr og Ruth Bader Ginsburg) áttu þannig eftir að hafa umtalsverð áhrif á málefni Íslands og Bandaríkjanna á síðari hluta 9. áratugarins. Í erindinu verður áhersla lögð á dómsmálin en einnig reynt að setja Rainbow Navigation-málið í samhengi við stöðu Íslands í kalda stríðinu á 9. áratugnum, auk þess sem áhrif fyrirtækjanna á utanríkismál verða könnuð. Líkt og dómarar tóku skýrt fram var um umtalsverða utanríkishagsmuni að ræða fyrir Bandaríkjamenn – en þrátt fyrir það var ekki hægt að hunsa hagsmuni innlenda fyrirtækisins Rainbow Navigation með auðveldum hætti. Arnór Gunnar Gunnarsson skrifaði BA-ritgerð í sagnfræði um Rainbow Navigation-málið sem hann skilaði í janúar 2018. Hann leggur nú stund á meistaranám í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Í dag flytur Arnór Gunnar Gunnarsson hádegisfyrirlesturinn „Scalia, Ginsburg og Keflavíkurstöðin. Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl 12.05 og er fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Þema þessa vors er réttarfar og refsingar, segir í tilkynningu. Um miðjan 9. áratuginn tók bandarískt fyrirtæki, Rainbow Navigation, óvænt að sér vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher á Íslandi. Íslenskum skipafyrirtækjum var ekki skemmt enda höfðu þau séð um flutningana fram að þessu. Að kröfu íslenskra stjórnvalda reyndi ríkisstjórn Ronalds Reagan að koma flutningunum aftur til íslenskra fyrirtækja en það reyndist þrautin þyngri þar sem bandarísk fyrirtæki höfðu forgang lögum samkvæmt. Í kjölfarið urðu tvö dómsmál vestra sem höfðu mikil áhrif á deiluna. Í fyrra dómsmálinu (1985-1986) voru tilraunir Bandaríkjastjórnar til að beita undanþáguákvæði dæmdar ólöglegar og Rainbow Navigation hélt flutningunum um sinn. Löndin leiddu málið til lykta með milliríkjasamningi seinna á árinu 1986 en fljótlega var framkvæmd samningsins kærð og úr varð seinna meiri háttar dómsmál vegna vöruflutninganna (1988-1991). Í þetta skiptið varð niðurstaðan íslensku fyrirtækjunum hagstæð. Dómarar í málunum (sem voru m.a. Antonin Scalia, Ken Starr og Ruth Bader Ginsburg) áttu þannig eftir að hafa umtalsverð áhrif á málefni Íslands og Bandaríkjanna á síðari hluta 9. áratugarins. Í erindinu verður áhersla lögð á dómsmálin en einnig reynt að setja Rainbow Navigation-málið í samhengi við stöðu Íslands í kalda stríðinu á 9. áratugnum, auk þess sem áhrif fyrirtækjanna á utanríkismál verða könnuð. Líkt og dómarar tóku skýrt fram var um umtalsverða utanríkishagsmuni að ræða fyrir Bandaríkjamenn – en þrátt fyrir það var ekki hægt að hunsa hagsmuni innlenda fyrirtækisins Rainbow Navigation með auðveldum hætti. Arnór Gunnar Gunnarsson skrifaði BA-ritgerð í sagnfræði um Rainbow Navigation-málið sem hann skilaði í janúar 2018. Hann leggur nú stund á meistaranám í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira