Ekki næg þekking til að búa til pólitíska innanhússbaráttu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 19:30 Dagur Sigurðsson hefur gaman að því að þjálfa Japan. vísir/tom Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00