Sjáðu tilfinningaþrungið kveðjumyndband til Andy Murray Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2019 23:00 Andy Murray gengur af velli í gær. Getty/Julian Finney Andy Murray fékk tilfinningaþrungna kveðjustund eftir að hann féll úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Murray tilkynnti fyrir helgi að mótið gæti orðið hans síðasta á ferlinum. Murray tapaði fyrir Spánverjanum Roberto Bautista Agut eftir hetjulega baráttu í viðureign sem réðst ekki fyrr en í oddasetti. Murray hafði tapað fyrstu tveimur settunum en vann næstu tvö Ástæðan fyrir því að Murray er að íhuga að hætta 31 árs gamall eru þrálát meiðsli í mjöðm. Murray hefur verið mjög þjáður vegna meiðslanna í langan tíma og sagði á blaðamannafundinum á föstudag að aðgerð væri hans eini möguleiki að halda ferlinum gangandi. „Það eru samt sterkar líkur á því að mér takist ekki að spila á nýjan leik eftir aðgerð. Ég vil spila tennis en ekki með þá mjöðm sem ég er núna með,“ sagði Murray á föstudag. Murray vildi að Wimbledon-mótið í sumar yrði hans kveðjustund en það er óvíst að hann nái því. Hann mun taka ákvörðun um hvort hann gangist undir áðurnefnda aðgerð á næstu tveimur vikum, að eigin sögn. „Þrátt fyrir að aðgerð myndi mögulega þýða að ég myndi ekki spila tennis framar þá myndu lífsgæði mín aukast. Eins og staðan er núna eru einfaldir hlutir eins og að fara út að labba með hundinn minn eða spila fótbolta með vinum mínum eitt það versta sem ég get hugsað mér að gera,“ sagði Murray. Murray var greinilega þjáður í viðureign sinni gegn Bautista Agut í gær en harkaði af sér, viðstöddum til mikillar ánægju. Eftir að viðureigninni lauk var kveðjumyndband spilað þar sem stærstar tennisstjörnur heims sendu Murray kveðju. Það hreyfði greinilega við Skotanum, eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Kveðjumyndband Andy Murray Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
Andy Murray fékk tilfinningaþrungna kveðjustund eftir að hann féll úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Murray tilkynnti fyrir helgi að mótið gæti orðið hans síðasta á ferlinum. Murray tapaði fyrir Spánverjanum Roberto Bautista Agut eftir hetjulega baráttu í viðureign sem réðst ekki fyrr en í oddasetti. Murray hafði tapað fyrstu tveimur settunum en vann næstu tvö Ástæðan fyrir því að Murray er að íhuga að hætta 31 árs gamall eru þrálát meiðsli í mjöðm. Murray hefur verið mjög þjáður vegna meiðslanna í langan tíma og sagði á blaðamannafundinum á föstudag að aðgerð væri hans eini möguleiki að halda ferlinum gangandi. „Það eru samt sterkar líkur á því að mér takist ekki að spila á nýjan leik eftir aðgerð. Ég vil spila tennis en ekki með þá mjöðm sem ég er núna með,“ sagði Murray á föstudag. Murray vildi að Wimbledon-mótið í sumar yrði hans kveðjustund en það er óvíst að hann nái því. Hann mun taka ákvörðun um hvort hann gangist undir áðurnefnda aðgerð á næstu tveimur vikum, að eigin sögn. „Þrátt fyrir að aðgerð myndi mögulega þýða að ég myndi ekki spila tennis framar þá myndu lífsgæði mín aukast. Eins og staðan er núna eru einfaldir hlutir eins og að fara út að labba með hundinn minn eða spila fótbolta með vinum mínum eitt það versta sem ég get hugsað mér að gera,“ sagði Murray. Murray var greinilega þjáður í viðureign sinni gegn Bautista Agut í gær en harkaði af sér, viðstöddum til mikillar ánægju. Eftir að viðureigninni lauk var kveðjumyndband spilað þar sem stærstar tennisstjörnur heims sendu Murray kveðju. Það hreyfði greinilega við Skotanum, eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Kveðjumyndband Andy Murray
Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira