Minnsti hagvöxtur í Þýskalandi í fimm ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2019 13:54 Úr verksmiðju Porsche í Leipzig, en minni bílakaup Þjóðverja eru meðal annars sögð hafa áhrif á hagvöxt þar í landi. Getty/Marco Prosch Hagvöxtur í Þýskalandi nam 1,5 prósentum á síðasta ári. Vöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 2013. Gert hafði verið ráð fyrir að hagvöxtur ársins 2018 myndi nema um 1,8 prósentum, samanborið við 2,2 prósent í fyrra. Hins vegar eiga óvæntar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum og í bílaiðnaðinum að hafa sett strik í reikninginn fyrir Þjóðverja. Þannig dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi 2018, sem skrifað var á aukna einangrunarhyggju og viðskiptastríð. Margir greinendur höfðu óttast að nýliðinn ársfjórðungur myndi einnig sýna fram á samdrátt - og þannig gefa til kynna að þýskur efnahagur væri í niðursveiflu. Þrátt fyrir að opinberar tölur frá þýsku hagstofunni liggi ekki fyrir benda útreikningar hagfræðinga til þess að það hafi örlað á hagvexti á síðasta ársfjórðungi. Talið er að hann hafi numið um 0,2 prósentum ef marka má breska ríkisútvarpið. Sem fyrr segir má rekja hin hæga vöxt stærsta hagkerfis Evrópu til alþjóðlegra markaða og veikari bílaiðnaðar. Þýskir neytendur eru nú sagðir ólíklegri til að kaupa sér nýja bíla meðan óvissa ríkir um framtíð útblástursviðmiða. Þar að auki á lítið vatnsmagn, til að mynda í Rínarfljóti, að hafa torveldað vöruflutninga sem um leið bitnaði á landsframleiðslu. Þýskaland Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagvöxtur í Þýskalandi nam 1,5 prósentum á síðasta ári. Vöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 2013. Gert hafði verið ráð fyrir að hagvöxtur ársins 2018 myndi nema um 1,8 prósentum, samanborið við 2,2 prósent í fyrra. Hins vegar eiga óvæntar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum og í bílaiðnaðinum að hafa sett strik í reikninginn fyrir Þjóðverja. Þannig dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi 2018, sem skrifað var á aukna einangrunarhyggju og viðskiptastríð. Margir greinendur höfðu óttast að nýliðinn ársfjórðungur myndi einnig sýna fram á samdrátt - og þannig gefa til kynna að þýskur efnahagur væri í niðursveiflu. Þrátt fyrir að opinberar tölur frá þýsku hagstofunni liggi ekki fyrir benda útreikningar hagfræðinga til þess að það hafi örlað á hagvexti á síðasta ársfjórðungi. Talið er að hann hafi numið um 0,2 prósentum ef marka má breska ríkisútvarpið. Sem fyrr segir má rekja hin hæga vöxt stærsta hagkerfis Evrópu til alþjóðlegra markaða og veikari bílaiðnaðar. Þýskir neytendur eru nú sagðir ólíklegri til að kaupa sér nýja bíla meðan óvissa ríkir um framtíð útblástursviðmiða. Þar að auki á lítið vatnsmagn, til að mynda í Rínarfljóti, að hafa torveldað vöruflutninga sem um leið bitnaði á landsframleiðslu.
Þýskaland Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira