Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Vatnshæð hækkaði lítillega fyrir hádegi en er heldur á niðurleið aftur. Um jarðhitaleka er að ræða og verða hlaup af þessari stærð af og til í ánni.
Fylgst verður með gangi mála á Veðurstofunni að því er segir á vef stofunnar.
Lítið hlaup í Múlakvísl
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
