Endurskipulagning Marorku gengur vel Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. janúar 2019 07:45 Darri Gunnarsson, framkvæmdastjóri Marorku Endurskipulagning rekstrar Marorku, sem selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip, hefur gengið vel og framlegð var jákvæð á árinu 2018 þrátt fyrir að rekstrarkostnaður fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnust á árinu 2018 að framtíðarhorfur félagsins séu jákvæðar. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2017. Upplýst var í mars á liðnu ári að lykilstarfsmenn Marorku hefðu fest kaup á íslenskri starfsemi fyrirtækisins og dótturfélagi í Singapúr til að tryggja rekstrarhæfi þess. Seljandinn var þrotabú móðurfélags Marorku. Fyrirtækið var danskt og bar nafnið Marorka International A/S. Það var aftur í eigu þýska fjárfestingarsjóðsins Mayfair. Við kaupin áttu nýir eigendur eftir að semja við starfsmenn, kröfuhafa og fjárfesta um næstu skref. Við gjaldþrot móðurfélagsins lokaði Mayfair á frekari fjármögnun til Marorku á Íslandi. Fram að því hafði sjóðurinn fjármagnað rekstur fyrirtækisins með lánum og hlutafjárframlögum. Marorka tapaði 2,1 milljón evra, jafnvirði 292 milljóna króna, árið 2017 samanborið við 2,6 milljóna evra tap árið áður. Endurskoðendur félagsins benda á að skammtímaskuldir séu hærri en veltufjármunir sem nemur 4,3 milljónum evra. Tekjurnar jukust úr 2,5 milljónum evra í 3,4 milljónir. Við kaup lykilstjórnendanna voru skuldir Marorku við móðurfélagið Marorka International A/S og systurfélagið Marorka A/S afskrifaðar. „Starfsfólki var fækkað og samið var við fráfarandi starfsmenn um starfslok. Rekstur félagsins var endurskipulagður, samið var við lánardrottna um eftirgjöf hluta krafna og greiðslufresti eftirstöðva. Samið var við leigusala um fyrirvaralausa uppsögn leigusamnings samhliða gerð nýs samnings um hagstæðari húsnæðiskost,“ segir í ársreikningi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Endurskipulagning rekstrar Marorku, sem selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip, hefur gengið vel og framlegð var jákvæð á árinu 2018 þrátt fyrir að rekstrarkostnaður fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnust á árinu 2018 að framtíðarhorfur félagsins séu jákvæðar. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2017. Upplýst var í mars á liðnu ári að lykilstarfsmenn Marorku hefðu fest kaup á íslenskri starfsemi fyrirtækisins og dótturfélagi í Singapúr til að tryggja rekstrarhæfi þess. Seljandinn var þrotabú móðurfélags Marorku. Fyrirtækið var danskt og bar nafnið Marorka International A/S. Það var aftur í eigu þýska fjárfestingarsjóðsins Mayfair. Við kaupin áttu nýir eigendur eftir að semja við starfsmenn, kröfuhafa og fjárfesta um næstu skref. Við gjaldþrot móðurfélagsins lokaði Mayfair á frekari fjármögnun til Marorku á Íslandi. Fram að því hafði sjóðurinn fjármagnað rekstur fyrirtækisins með lánum og hlutafjárframlögum. Marorka tapaði 2,1 milljón evra, jafnvirði 292 milljóna króna, árið 2017 samanborið við 2,6 milljóna evra tap árið áður. Endurskoðendur félagsins benda á að skammtímaskuldir séu hærri en veltufjármunir sem nemur 4,3 milljónum evra. Tekjurnar jukust úr 2,5 milljónum evra í 3,4 milljónir. Við kaup lykilstjórnendanna voru skuldir Marorku við móðurfélagið Marorka International A/S og systurfélagið Marorka A/S afskrifaðar. „Starfsfólki var fækkað og samið var við fráfarandi starfsmenn um starfslok. Rekstur félagsins var endurskipulagður, samið var við lánardrottna um eftirgjöf hluta krafna og greiðslufresti eftirstöðva. Samið var við leigusala um fyrirvaralausa uppsögn leigusamnings samhliða gerð nýs samnings um hagstæðari húsnæðiskost,“ segir í ársreikningi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun