Timothey N'Guessan tryggði Frökkum stig gegn Þjóðverjum með marki á síðustu sekúndu eins besta leiks heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku til þessa.
Með jöfnunarmarkinu tryggði N'Guessan Frökkum líklega efsta sæti A-riðils, þeir eru þar með sjö stig, stigi á undan Þjóðverjum í öðru sætinu þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni.
Leikurinn var í járnum allan tíman og munurinn varð mestur þrjú mörk undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn fóru með 12-10 forskot inn í hálfleikinn.
Í seinni hálfleik var gríðarlegt jafnræði með liðunum en aftur náðu Þjóðverjar að koma sér upp smá forskoti undir lokinn. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-23 fyrir Þýskaland.
Kentin Mahe minnkaði muninn í 25-24 á 58. mínútu og það var svo N'Guessan sem skoraði jöfnunarmarkið úr aukakasti á lokasekúndunum.
Danir tryggðu sig áfram í milliriðli með 28-17 stórsigri á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu.
Austurríki þarf nú að vinna Túnis, og það með þó nokkrum mun, ætli liðið sér áfram í milliriðil.
N'Guessan hetja Frakka gegn Þjóðverjum │Danir burstuðu Austurríki
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
