El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 23:12 Réttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Vísir/Getty Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira