Telja að hægt sé að nota tíu ára áskorunina í annarlegum tilgangi Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2019 14:15 Tíu ára áskorunin hefur vafalaust glatt marga en tölvuöryggisfólk bendir fólki að hafa varann á þegar það tekur þátt í gleðinni. Vísir/Getty Tíu ára áskorunin, eða #10yearchallenge, hefur vafalaust farið framhjá fáum. Fólk víða um heim hefur undanfarna daga deilt myndum af sér sem teknar voru fyrir tíu árum og þær bornar saman við myndir sem teknar eru í dag. Um saklausan leik er að ræða en erlendir spekúlantar hafa gert að því skóna að stórfyrirtæki, leyniþjónustur og óprúttnir aðilar geti nýtt þessar myndir til að fullkomna hugbúnað sem nýttur er til að greina andlit fólks, eða Facial Recognition.Sjá einnig: Þekktir Íslendingar taka þátt í tíu ára áskoruninni Kate O´Neill hefur ritað langa grein á Wired þar sem hún fer yfir þessa áskorun. Hún birti tíst fyrir fjórum dögum þar sem hún benti á að hún sjálf fyrir tíu árum hefði vafalaust tekið þátt í þessari áskorun og birt myndirnar á Facebook. Nú þegar frekari vitneskja liggur fyrir um hvernig hægt er að nýta persónuupplýsingar notenda á samfélagsmiðlum þá veltir hún fyrir sér hvernig er hægt er að nýta þessar myndir til að þróa reiknirit, eða algóritma, sem notað er til að auðkenna andlit.Me 10 years ago: probably would have played along with the profile picture aging meme going around on Facebook and InstagramMe now: ponders how all this data could be mined to train facial recognition algorithms on age progression and age recognition— Kate O'Neill (@kateo) 12 January 2019 Annar benti á að einhver vildi „þjálfa“ forritið í því að greina hvernig greina megi öldrun í andliti þá væri afar hjálplegt að hafa aðgang að fjölda samanburðarmynda af andliti í dag og sama andliti fyrir tíu árum.Let's say you wanted to train a facial recognition algorithm on aging. What would do? Maybe start a meme like #10yearchallenge https://t.co/usFLAtMnAt— Nicholas Thompson (@nxthompson) 16 January 2019 Paul Brislen hefur fjallað um þessa tíu ára áskorun á vefnum Radionz og bendir á sömu hættur. Hann spyr einfaldrar spurningar í grein sinni: Erum við sem notendur að hjálpa forritum að þekkja betur andlit af ljósmyndum sem eru komnar til ára sinna? Stutta svarið að hans mati er „já“ og við gerum það í mörgum tilvikum af fúsum og frjálsum vilja. Tíu ára áskorunin sé alls ekki fyrsta dæmið um þetta. Um svipað leyti í fyrra sendi Google frá sér app þar sem notendur gátu sett mynd af andliti sínu og í staðinn fann appið frægt listmálverk sem líktist andliti notenda.Gæti auðveldað við upplýsingaþjófnað Brislen heldur því fram að með þessu hafi Google náð að þróa andlitsgreiningarforrit sitt frekar, þó svo að Google sjálft hafi þverneitað fyrir að það hafi verið tilgangurinn. Og þó svo að Google hafi í raun ekki haft það sem undirliggjandi ástæðu þá gæti einhver annar hafa fengið þá hugmynd og þróað samskonar app. Andlitsgreining hefur smátt og smátt verið að ryðja sig til rúms. iPhone-eigendur geta til dæmis notast við andlit sitt til að komast inn í símann í stað þess að notast við lykilorð, mynstur eða fingrafar. Þessi tækni hefur leitt til margrs konar jákvæðra framfara fyrir fólk en hún hefur einnig í för með sér að auðveldara verður að fylgjast með fólki í framtíðinni, óprúttnir aðilar munu eiga auðveldara með að endurskapa andlit í glæpsamlegum tilgangi og það gæti auðveldað þeim að stela mikilvægum upplýsingum úr símum fólks.Vísir/GettyKate O´Neill segir á Wired að hún geri sér grein fyrir að tíu ára áskorunin sé vafalaust saklaust gaman, en minnir þó fólk á að hafa ávallt varann á þegar það deilir upplýsingum á netinu. Hún bendir á að margir hafi mótmælt þessari kenningu hennar. Gagnrýnendur sögðu þessar myndir margar hverjar nú þegar til staðar á samfélagsmiðlum og meira að segja tímasettar.Gæti auðveldað þróunarferlið O´Neill segir þetta vissulega rétt, þessar myndir séu margar hverjar nú þegar á Facebook og það væri hægt að hafa upp á þeim þar. En það yrði tímafrekt og mikið magn af gagnslausum upplýsingum myndi fylgja með. Þessar prófílmyndir á Facebook eru margar hverjar ekki af notendunum sjálfum. Sumar eru af gæludýrum þeirra, sumar innihalda einhverja grafík eða skilaboð. Það yrði því afar hjálplegt ef til væru færslur þar sem væri hægt að sjá hreinar myndir af notendum sem voru teknar fyrir tíu árum og í dag. Vissulega er allur gangur á því hvaða myndum fólk deilir í þessari áskorun, en engu að síður, þetta gæti auðveldað verkið við að þróa andlitsgreiningarforrit frekar að hennar mati.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisStöð 2Andlitsauðkenni mun aukast „Þetta er alveg fræðileg ástæða fyrir þessari áskorun, en hún er alveg andskoti meinfýsin,“ segir Theódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis, um þessa tíu ára áskorun og kenningar um hana. „Andlitið okkar er notað í alls konar hluti. Það er notað til að auðkenna inn á síma og örugglega meira í framtíðinni. Ef þú ert með reiknirit eða algrím eða einhverja þróaða leið til að taka mynd fyrir tíu árum síðan og bera hana saman við sambærilega mynd í svipaðri stellingu tíu árum síðar, kannski nýtist það í þeim tilgangi til að fullkomna það reiknirit. Ég myndi halda að sá sem stæði að slíkri þróun hefði ekki eitthvað fallegt í huga,“ segir Theódór. Úr því að um Facebook-áskorun sé að ræða þá segist Theódór halda að tilgangur þessa leiks sé meinlaus. Fólk sé í mörgum tilvikum þegar búið að gefa þessar myndir frá sér. Ef þetta væri einhverskonar viðbót við Facebook eða sérstakt app, þá ætti fólk að hafa varann á sér.Deepfake lærir af myndum Hann segir þá þessar vangaveltur þeirra sem hafa ritað um þessa áskorun áhugaverðar og gefi fólki enn einu sinni tilefni til að hugsa út í hvað það setur á netið. „Það þarf líka að átta sig á því hvað tæknin er orðin klikkuð,“ segir Theódór og nefnir í því samhengi djúpfalsanir, eða Deepfakes. Með þeirri tækni er hægt að skeyta andliti fólks inn á nánast hvaða myndband sem er og er útkoman afar raunveruleg. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem er hægt að sækja á netinu, auk ljósmyndar af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu. Samfélagsmiðlanotkun gerir það að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af hverjum sem er. Theódór segir að myndir séu settar inn í tauganetsreiknirit sem lærir og býr til raunveruleg myndbönd. „Það er frekar óhugnanlegt hvað er hægt að misnota þær myndir sem við deilum. En maður þarf að vera frekar illgjarn til að gera það,“ segir hann og bætir við að internetið sé alls ekki eyland og samfélagsmiðlaþjónusturnar hafi ekki endilega hag notenda að leiðarljósi. Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Í svokölluðum djúpfölsunar-myndböndum, eða deepfakes, er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. 4. febrúar 2018 17:00 Þekktir Íslendingar birta tíu ára gamlar myndir af sér Eins og flestallir sem eru á samfélagsmiðlum hafa tekið eftir eru margir að deila tíu ára gömlum myndum af sér og bera saman við útlit þeirra í dag. 16. janúar 2019 14:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tíu ára áskorunin, eða #10yearchallenge, hefur vafalaust farið framhjá fáum. Fólk víða um heim hefur undanfarna daga deilt myndum af sér sem teknar voru fyrir tíu árum og þær bornar saman við myndir sem teknar eru í dag. Um saklausan leik er að ræða en erlendir spekúlantar hafa gert að því skóna að stórfyrirtæki, leyniþjónustur og óprúttnir aðilar geti nýtt þessar myndir til að fullkomna hugbúnað sem nýttur er til að greina andlit fólks, eða Facial Recognition.Sjá einnig: Þekktir Íslendingar taka þátt í tíu ára áskoruninni Kate O´Neill hefur ritað langa grein á Wired þar sem hún fer yfir þessa áskorun. Hún birti tíst fyrir fjórum dögum þar sem hún benti á að hún sjálf fyrir tíu árum hefði vafalaust tekið þátt í þessari áskorun og birt myndirnar á Facebook. Nú þegar frekari vitneskja liggur fyrir um hvernig hægt er að nýta persónuupplýsingar notenda á samfélagsmiðlum þá veltir hún fyrir sér hvernig er hægt er að nýta þessar myndir til að þróa reiknirit, eða algóritma, sem notað er til að auðkenna andlit.Me 10 years ago: probably would have played along with the profile picture aging meme going around on Facebook and InstagramMe now: ponders how all this data could be mined to train facial recognition algorithms on age progression and age recognition— Kate O'Neill (@kateo) 12 January 2019 Annar benti á að einhver vildi „þjálfa“ forritið í því að greina hvernig greina megi öldrun í andliti þá væri afar hjálplegt að hafa aðgang að fjölda samanburðarmynda af andliti í dag og sama andliti fyrir tíu árum.Let's say you wanted to train a facial recognition algorithm on aging. What would do? Maybe start a meme like #10yearchallenge https://t.co/usFLAtMnAt— Nicholas Thompson (@nxthompson) 16 January 2019 Paul Brislen hefur fjallað um þessa tíu ára áskorun á vefnum Radionz og bendir á sömu hættur. Hann spyr einfaldrar spurningar í grein sinni: Erum við sem notendur að hjálpa forritum að þekkja betur andlit af ljósmyndum sem eru komnar til ára sinna? Stutta svarið að hans mati er „já“ og við gerum það í mörgum tilvikum af fúsum og frjálsum vilja. Tíu ára áskorunin sé alls ekki fyrsta dæmið um þetta. Um svipað leyti í fyrra sendi Google frá sér app þar sem notendur gátu sett mynd af andliti sínu og í staðinn fann appið frægt listmálverk sem líktist andliti notenda.Gæti auðveldað við upplýsingaþjófnað Brislen heldur því fram að með þessu hafi Google náð að þróa andlitsgreiningarforrit sitt frekar, þó svo að Google sjálft hafi þverneitað fyrir að það hafi verið tilgangurinn. Og þó svo að Google hafi í raun ekki haft það sem undirliggjandi ástæðu þá gæti einhver annar hafa fengið þá hugmynd og þróað samskonar app. Andlitsgreining hefur smátt og smátt verið að ryðja sig til rúms. iPhone-eigendur geta til dæmis notast við andlit sitt til að komast inn í símann í stað þess að notast við lykilorð, mynstur eða fingrafar. Þessi tækni hefur leitt til margrs konar jákvæðra framfara fyrir fólk en hún hefur einnig í för með sér að auðveldara verður að fylgjast með fólki í framtíðinni, óprúttnir aðilar munu eiga auðveldara með að endurskapa andlit í glæpsamlegum tilgangi og það gæti auðveldað þeim að stela mikilvægum upplýsingum úr símum fólks.Vísir/GettyKate O´Neill segir á Wired að hún geri sér grein fyrir að tíu ára áskorunin sé vafalaust saklaust gaman, en minnir þó fólk á að hafa ávallt varann á þegar það deilir upplýsingum á netinu. Hún bendir á að margir hafi mótmælt þessari kenningu hennar. Gagnrýnendur sögðu þessar myndir margar hverjar nú þegar til staðar á samfélagsmiðlum og meira að segja tímasettar.Gæti auðveldað þróunarferlið O´Neill segir þetta vissulega rétt, þessar myndir séu margar hverjar nú þegar á Facebook og það væri hægt að hafa upp á þeim þar. En það yrði tímafrekt og mikið magn af gagnslausum upplýsingum myndi fylgja með. Þessar prófílmyndir á Facebook eru margar hverjar ekki af notendunum sjálfum. Sumar eru af gæludýrum þeirra, sumar innihalda einhverja grafík eða skilaboð. Það yrði því afar hjálplegt ef til væru færslur þar sem væri hægt að sjá hreinar myndir af notendum sem voru teknar fyrir tíu árum og í dag. Vissulega er allur gangur á því hvaða myndum fólk deilir í þessari áskorun, en engu að síður, þetta gæti auðveldað verkið við að þróa andlitsgreiningarforrit frekar að hennar mati.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisStöð 2Andlitsauðkenni mun aukast „Þetta er alveg fræðileg ástæða fyrir þessari áskorun, en hún er alveg andskoti meinfýsin,“ segir Theódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis, um þessa tíu ára áskorun og kenningar um hana. „Andlitið okkar er notað í alls konar hluti. Það er notað til að auðkenna inn á síma og örugglega meira í framtíðinni. Ef þú ert með reiknirit eða algrím eða einhverja þróaða leið til að taka mynd fyrir tíu árum síðan og bera hana saman við sambærilega mynd í svipaðri stellingu tíu árum síðar, kannski nýtist það í þeim tilgangi til að fullkomna það reiknirit. Ég myndi halda að sá sem stæði að slíkri þróun hefði ekki eitthvað fallegt í huga,“ segir Theódór. Úr því að um Facebook-áskorun sé að ræða þá segist Theódór halda að tilgangur þessa leiks sé meinlaus. Fólk sé í mörgum tilvikum þegar búið að gefa þessar myndir frá sér. Ef þetta væri einhverskonar viðbót við Facebook eða sérstakt app, þá ætti fólk að hafa varann á sér.Deepfake lærir af myndum Hann segir þá þessar vangaveltur þeirra sem hafa ritað um þessa áskorun áhugaverðar og gefi fólki enn einu sinni tilefni til að hugsa út í hvað það setur á netið. „Það þarf líka að átta sig á því hvað tæknin er orðin klikkuð,“ segir Theódór og nefnir í því samhengi djúpfalsanir, eða Deepfakes. Með þeirri tækni er hægt að skeyta andliti fólks inn á nánast hvaða myndband sem er og er útkoman afar raunveruleg. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem er hægt að sækja á netinu, auk ljósmyndar af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu. Samfélagsmiðlanotkun gerir það að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af hverjum sem er. Theódór segir að myndir séu settar inn í tauganetsreiknirit sem lærir og býr til raunveruleg myndbönd. „Það er frekar óhugnanlegt hvað er hægt að misnota þær myndir sem við deilum. En maður þarf að vera frekar illgjarn til að gera það,“ segir hann og bætir við að internetið sé alls ekki eyland og samfélagsmiðlaþjónusturnar hafi ekki endilega hag notenda að leiðarljósi.
Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Í svokölluðum djúpfölsunar-myndböndum, eða deepfakes, er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. 4. febrúar 2018 17:00 Þekktir Íslendingar birta tíu ára gamlar myndir af sér Eins og flestallir sem eru á samfélagsmiðlum hafa tekið eftir eru margir að deila tíu ára gömlum myndum af sér og bera saman við útlit þeirra í dag. 16. janúar 2019 14:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Í svokölluðum djúpfölsunar-myndböndum, eða deepfakes, er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. 4. febrúar 2018 17:00
Þekktir Íslendingar birta tíu ára gamlar myndir af sér Eins og flestallir sem eru á samfélagsmiðlum hafa tekið eftir eru margir að deila tíu ára gömlum myndum af sér og bera saman við útlit þeirra í dag. 16. janúar 2019 14:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?