Ekki stytta vinnuvikuna! Valgerður Árnadóttir skrifar 17. janúar 2019 08:37 Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun