Hvorki nornaveiðar né menntasnobb heldur siðferðisleg skylda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 10:16 Alda Karen Hjaltalín hefur fyllt bæði Norðurljósa- og Eldborgarsal Hörpu. Nú stefnir hún á að fylla Laugardalshöll. FBL/Ernir Sálfræðingafélag Íslands segir að ýmis vandamál daglegs lífs megi leysa með margs konar aðferðum. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Þegar um sé að ræða alvarlegan vanda á borð við sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir þá dugi ekki einfaldar skyndilausir. Að halda því fram geti haft skaðleg áhrif. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sálfræðingafélagi Íslands sem send er út í tilefni orða Öldu Karenar Hjaltalín. Hún hélt því fram í Íslandi í dag að lausnin fyrir fólk sem glími við þunglyndi eða sjálfsvígshugsanir séu einfaldlega þrjú orð; ég er nóg.Alda Karen dró aðeins í land í viðtali í Kastljósi og sagði setninguna „þú ert nóg“ hafi verið eitthvað sem hjálpaði henni þegar hún hafi verið á slæmum stað í lífinu. Hún vildi miðla því áfram en um leið beini hún fólki sem á aðstoð þurfi að halda til sérfræðinga.Siðferðislega rangt að selja einfaldar lausnir Alda Karen sagðist þó ekki telja sig vera á gráu svæði fara inn á jafnviðkvæmt málefni og sjálfsvíg séu. Hún væri ekki sérfræðingur og hefði aldrei auglýst sig sem slíkan. Hún er einn þriggja fyrirlesara á „upplifun“ í Laugardalshöll á föstudagskvöld þar sem hún ætlar að svara öllum þeim spurningum lífið og heilann sem hún hafi fengið svör við í gegnum tíðina. 12900 krónur kostar á viðburðinn en Alda Karen segir allan ágóða fara til Pieta-samtakanna sem aðstoða fólk í sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugleiðingum. Ljóst er að fjölmenni fólk á viðburðinn mega Pieta-samtökin eiga von á milljónum króna í rekstur sinn, miðað við orð Öldu Karenar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sagði í viðtalinu í Kastljósi að það væri siðferðilega rangt að selja veiku fólki einfaldar hugmyndir á borð við þessar.Hrund Þrándardóttir er formaður Sálfræðingafélags Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGetur haft skaðleg áhrif Sálfræðingafélagið minnir á að heilbrigðisstarfsmönnum beri siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða sé á villigötum, þegar hætta sé á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa. „Það kemur hvorki nornaveiðum né menntasnobbi við. Greinum á milli í umræðunni. Þegar við tölum um geðraskanir og mögulega meðferð þá vöndum við okkur og tölum af ábyrgð. Gerum ekki lítið úr alvarlegum og flóknum vanda með því að benda á skyndilausnir.“ Sálfræðingar hafi löngum talað fyrir því hversu mikilvægt er að fólk sé meðvitað um eigin styrkleika, hlúi að sér og hafi á sama tíma kunnáttu og getu til að leysa ýmis vandamál daglegs lífs með margskonar aðferðum. „Mikilvægt er t.d að geta leitað til sinna nánustu ef þarf s.s. fjölskyldu, vina, vinnufélaga og einnig er gott að geta leitað upplýsinga á netinu. Það er gott og gagnlegt að vera bjartsýnn, setja sér markmið, vinna markvisst að þeim og vona það besta. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Það getur hjálpað þeim sem eðlilega eru stressaðir fyrir próf eða eru með fiðrildi í maganum þegar halda á ræðu.“ Þegar hins vegar um sé að ræða alvarlegan vanda, sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir sem hafa veruleg truflandi áhrif á daglegt líf fólks, þá dugi einfaldar skyndilausnir því miður ekki. Að halda því fram geti haft skaðleg áhrif.Jóna Hrönn Bolladóttir.Megum ekki hrekja Öldu Hrönn frá okkur Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar hvatti hún til þess að fólk fylgdist með Öldu Karen. Sjálf væri hún búin að vinna við sálgæslu í 30 ár en hún gæti ekki fyllt Hörpuna. Alda Karen hefði greinilega eitthvað „extra“ sem fólk tengdi við. „Þess vegna er þetta manneskja sem við megum ekki hrekja frá okkur,“ segir Jóna Hrönn. Íslendingum sé svo gjarnt að fara í vörn í stað þess að hlusta og sjá styrkleika og mögulega hvert í öðru. Þannig geti sálfræðingar og prestar til dæmis unnið saman. Fullorðna fólkið sé ekki með allan sannleikann. Fólk taki enn líf sitt. Hún minnir á að fólk sem er „afgreitt“ í fjölmiðlum eigi börn, foreldra, aldraða ættingja. En einhvern tímann verði að hætta að refsa fólki. „Við höldum áfram að refsa fólki jafnvel út fyrir gröf og dauða,“ segir Jóna Hrönn.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sálfræðingafélag Íslands segir að ýmis vandamál daglegs lífs megi leysa með margs konar aðferðum. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Þegar um sé að ræða alvarlegan vanda á borð við sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir þá dugi ekki einfaldar skyndilausir. Að halda því fram geti haft skaðleg áhrif. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sálfræðingafélagi Íslands sem send er út í tilefni orða Öldu Karenar Hjaltalín. Hún hélt því fram í Íslandi í dag að lausnin fyrir fólk sem glími við þunglyndi eða sjálfsvígshugsanir séu einfaldlega þrjú orð; ég er nóg.Alda Karen dró aðeins í land í viðtali í Kastljósi og sagði setninguna „þú ert nóg“ hafi verið eitthvað sem hjálpaði henni þegar hún hafi verið á slæmum stað í lífinu. Hún vildi miðla því áfram en um leið beini hún fólki sem á aðstoð þurfi að halda til sérfræðinga.Siðferðislega rangt að selja einfaldar lausnir Alda Karen sagðist þó ekki telja sig vera á gráu svæði fara inn á jafnviðkvæmt málefni og sjálfsvíg séu. Hún væri ekki sérfræðingur og hefði aldrei auglýst sig sem slíkan. Hún er einn þriggja fyrirlesara á „upplifun“ í Laugardalshöll á föstudagskvöld þar sem hún ætlar að svara öllum þeim spurningum lífið og heilann sem hún hafi fengið svör við í gegnum tíðina. 12900 krónur kostar á viðburðinn en Alda Karen segir allan ágóða fara til Pieta-samtakanna sem aðstoða fólk í sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugleiðingum. Ljóst er að fjölmenni fólk á viðburðinn mega Pieta-samtökin eiga von á milljónum króna í rekstur sinn, miðað við orð Öldu Karenar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sagði í viðtalinu í Kastljósi að það væri siðferðilega rangt að selja veiku fólki einfaldar hugmyndir á borð við þessar.Hrund Þrándardóttir er formaður Sálfræðingafélags Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGetur haft skaðleg áhrif Sálfræðingafélagið minnir á að heilbrigðisstarfsmönnum beri siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða sé á villigötum, þegar hætta sé á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa. „Það kemur hvorki nornaveiðum né menntasnobbi við. Greinum á milli í umræðunni. Þegar við tölum um geðraskanir og mögulega meðferð þá vöndum við okkur og tölum af ábyrgð. Gerum ekki lítið úr alvarlegum og flóknum vanda með því að benda á skyndilausnir.“ Sálfræðingar hafi löngum talað fyrir því hversu mikilvægt er að fólk sé meðvitað um eigin styrkleika, hlúi að sér og hafi á sama tíma kunnáttu og getu til að leysa ýmis vandamál daglegs lífs með margskonar aðferðum. „Mikilvægt er t.d að geta leitað til sinna nánustu ef þarf s.s. fjölskyldu, vina, vinnufélaga og einnig er gott að geta leitað upplýsinga á netinu. Það er gott og gagnlegt að vera bjartsýnn, setja sér markmið, vinna markvisst að þeim og vona það besta. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Það getur hjálpað þeim sem eðlilega eru stressaðir fyrir próf eða eru með fiðrildi í maganum þegar halda á ræðu.“ Þegar hins vegar um sé að ræða alvarlegan vanda, sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir sem hafa veruleg truflandi áhrif á daglegt líf fólks, þá dugi einfaldar skyndilausnir því miður ekki. Að halda því fram geti haft skaðleg áhrif.Jóna Hrönn Bolladóttir.Megum ekki hrekja Öldu Hrönn frá okkur Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar hvatti hún til þess að fólk fylgdist með Öldu Karen. Sjálf væri hún búin að vinna við sálgæslu í 30 ár en hún gæti ekki fyllt Hörpuna. Alda Karen hefði greinilega eitthvað „extra“ sem fólk tengdi við. „Þess vegna er þetta manneskja sem við megum ekki hrekja frá okkur,“ segir Jóna Hrönn. Íslendingum sé svo gjarnt að fara í vörn í stað þess að hlusta og sjá styrkleika og mögulega hvert í öðru. Þannig geti sálfræðingar og prestar til dæmis unnið saman. Fullorðna fólkið sé ekki með allan sannleikann. Fólk taki enn líf sitt. Hún minnir á að fólk sem er „afgreitt“ í fjölmiðlum eigi börn, foreldra, aldraða ættingja. En einhvern tímann verði að hætta að refsa fólki. „Við höldum áfram að refsa fólki jafnvel út fyrir gröf og dauða,“ segir Jóna Hrönn.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira