Endurtekið efni frá HM 2017 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2019 12:30 Bjarki Már Elísson var frábær í leiknum fyrir tveimur árum og fagnar hér einu sex marka sinna í leiknum. Hann má eiga annan stórleik í kvöld. vísir/epa Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30