Erlent

Hitamet falla í hitabylgju í Ástralíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Menn og dýr hafa þurft að beita ýmsum brögðum til að kæla sig niður í hitabylgjunni í Ástralíu. Þessi hundur naut sín við vökvunarúða í Sydney.
Menn og dýr hafa þurft að beita ýmsum brögðum til að kæla sig niður í hitabylgjunni í Ástralíu. Þessi hundur naut sín við vökvunarúða í Sydney. Vísir/EPA
Hátt í fimmtíu stiga hiti hefur mælst á sumum stöðum í Ástralíu þar sem hitabylgja gengur nú yfir. Síðasta mánuður var hlýjasti desembermánuður frá því að mælingar hófust í landinu.

Hitabylgjan hefur nú staðið yfir í fjóra daga. Hitamet var sett á níu stöðum í Nýju Suður-Wales í gær, að sögn The Guardian. Hæstur mældist hitinn 48,2°C rétt fyrir klukkan hálf fjögur síðdegis í Whitecliff í norðvestanverðu ríkinu. Það er hæsti hiti sem mælst hefur á þeim slóðum. Spáð var 48°C hita í nokkrum bæjum þar í dag.

Ástralska veðurstofan greindi frá því í dag að desembermánuður hafi verið sá heitasti í mælingasögunni. Sagði hún óvenjulangar hitabylgjur hefðu gengið yfir landið. Sem dæmi var miðgildi hæsta hita á landsvísu 40,19°C 27. desember.

Hásumar er nú í Ástralíu en undanfarna þrjá daga hefur hámarkshitinn í Suður-Ástralíu engu að síður verið tíu til fjórtán gráðum yfir meðaltali. Veðurstofa landsins varar við því að áframhaldandi hiti sé í kortunum. Nokkur ríki hafa þegar gefið út heilbrigðisviðvaranir vegna hitabylgjunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×