Körfubolti

Nýi stóri strákurinn hjá Stjörnunni kominn með leikheimild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Filip Kramer með bikarana sem hann vann í Austurríki.
Filip Kramer með bikarana sem hann vann í Austurríki. Mynd/Instagram/mr.yakum09
Nýjasti Stjörnumaðurinn í körfuboltanum, Austurríkismaðurinn Filip Kramer, fékk í dag leikheimild hjá KKÍ, og getur því spilað með Stjörnunni á móti Skallagrím í Borgarnesi í kvöld.

Stjörnumenn skiptu út Bandaríkjamanni sínum um áramótin og fengu tvo erlenda leikmenn í staðinn.

Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum sínum með Garðarbæjarliðinu og er með 27,0 stig, 6,0 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Stjarnan vann þessa tvo leiki með samtals 52 stigum.

Nú er komið að sjá hvað kraftframherjinn Filip Kramer gerir en ef hann smellur vel inn í Stjörnuliðið þá verða strákarnir hans Arnars Guðjónssonar ekki árennilegir það sem eftir lifir tímabilsins.

Filip Kramer er 27 ára gamall og byrjaði tímabilið hjá enska félaginu Worcester Wolves. Kramer er 202 sentímetrar á hæð og á að baki leiki með austurríska landsliðinu.

Kramer var með 9,8 stig og 7,8 fráköst að meðaltali á 27,7 mínútum í leik í vetur í 14 leikjum með Worcester Wolves í bresku deildinni en tímabilið 2017-18 þá skilaði hann 8,6 stigum og 5,2 fráköstum á 19,5 mínútum í leik með ece bulls Kapfenberg í austurrísku deildinni.

Kramer hafði leikið með Kapfenberg í sjö tímabil áður en hann breytti um og reyndi fyrir sér utan Austurríkis í haust. Hann var látinn fara í janúar en fær næsta tækifæri í Garðabænum.

Kramer var sigursæll hjá Kapfenberg og vann sjö titla á sjö árum með félaginu þar af varð hann austurrískur meistari bæði 2017 og 2018. Stjörnumenn eru því að fá inn leikmann sem þekkir það vel að vinna titla.



 
 
 
View this post on Instagram
Its been unreal!!! #7years7trophies #bullsnation #thanku #alltheworkpaidoff ———>

A post shared by Filip Krämer (@mr.yakum09) on Aug 7, 2018 at 5:43am PDT








Fleiri fréttir

Sjá meira


×