Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 17:58 Fréttablaðið/Stefán Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. Fiskistofa sér um eftirlit vigtunar hér á landi Ríkisendurskoðun segir það eftirlit takmarkað og segir að efast megi um að það skili ætluðum árangri. Þá er eftirlit með brottkasti ekki nægjanlegt. Árin 2013 til 2017 hafði Fiskistofa eftirlit með vigtun minna en hálfs prósents landaðs afla. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Alþingis og í kjölfar þáttar Kveiks þar sem fjallað var um brottkast.„Núverandi fyrirkomulag vigtunar leyfir í raun umtalsverð frávik í skráningu heildarmagns á sama tíma og Fiskistofa hefur ekki sinnt skilvirku eftirliti. Að mati ríkisendurskoðanda þarf að grípa til markvissra ráðstafana til að bæta úr þessu og tryggja skilvirkt og árangursríkt eftirlit með vigtun og skráningu sjávarafla,“ segir í skýrslunni. Stjórnendur Fiskistofu segja stofnunina vera og hafa verið undirmannaða. Ekki sé hægt að sinna öllu því eftirliti sem Fiskistofa eigi að gera með þeim fáu starfsmönnum sem þar vinni og vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Þá segja þeir nauðsynlegt að endurskoða ákvæði laga um stjórn fiskveiða sem snúa að hámarks aflahlutdeild. Eftirlitsmönnum Fiskistofu hefur fækkað um 24 prósent frá 2008. „Augljóst er að mati Fiskistofu, að fjölga þarf veiðieftirlitsmönnum og endurskoða regluverkið,“ segir í viðbrögðum Fiskistofu í skýrslunni Þá vilja stjórnendur Fiskistofu að skoðað verði að færa vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu. „Til að Fiskistofa geti sinnt eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti þarf að ráðast í ýmsar úrbætur. Mikilvægt er að skilgreind verði skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu, að mótuð sé skýr afstaða til þess hverju eftirlitið á að skila og að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til að árangursmarkmiðum verði náð. Í þeirri vinnu þarf m.a. að endurskoða fjölda þeirra starfsmanna sem sinna eftirliti, taka skýra afstöðu til þeirra vandkvæða sem hafa háð eftirliti stofnunarinnar og leysa úr þeim.“ Verði ekki brugðist við segir Ríkisendurskoðun að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins og samþjöppun aflaheimilda verði áfram veikburða, óskilvirkt og ekki í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis. Sjávarútvegur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. Fiskistofa sér um eftirlit vigtunar hér á landi Ríkisendurskoðun segir það eftirlit takmarkað og segir að efast megi um að það skili ætluðum árangri. Þá er eftirlit með brottkasti ekki nægjanlegt. Árin 2013 til 2017 hafði Fiskistofa eftirlit með vigtun minna en hálfs prósents landaðs afla. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Alþingis og í kjölfar þáttar Kveiks þar sem fjallað var um brottkast.„Núverandi fyrirkomulag vigtunar leyfir í raun umtalsverð frávik í skráningu heildarmagns á sama tíma og Fiskistofa hefur ekki sinnt skilvirku eftirliti. Að mati ríkisendurskoðanda þarf að grípa til markvissra ráðstafana til að bæta úr þessu og tryggja skilvirkt og árangursríkt eftirlit með vigtun og skráningu sjávarafla,“ segir í skýrslunni. Stjórnendur Fiskistofu segja stofnunina vera og hafa verið undirmannaða. Ekki sé hægt að sinna öllu því eftirliti sem Fiskistofa eigi að gera með þeim fáu starfsmönnum sem þar vinni og vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Þá segja þeir nauðsynlegt að endurskoða ákvæði laga um stjórn fiskveiða sem snúa að hámarks aflahlutdeild. Eftirlitsmönnum Fiskistofu hefur fækkað um 24 prósent frá 2008. „Augljóst er að mati Fiskistofu, að fjölga þarf veiðieftirlitsmönnum og endurskoða regluverkið,“ segir í viðbrögðum Fiskistofu í skýrslunni Þá vilja stjórnendur Fiskistofu að skoðað verði að færa vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu. „Til að Fiskistofa geti sinnt eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti þarf að ráðast í ýmsar úrbætur. Mikilvægt er að skilgreind verði skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu, að mótuð sé skýr afstaða til þess hverju eftirlitið á að skila og að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til að árangursmarkmiðum verði náð. Í þeirri vinnu þarf m.a. að endurskoða fjölda þeirra starfsmanna sem sinna eftirliti, taka skýra afstöðu til þeirra vandkvæða sem hafa háð eftirliti stofnunarinnar og leysa úr þeim.“ Verði ekki brugðist við segir Ríkisendurskoðun að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins og samþjöppun aflaheimilda verði áfram veikburða, óskilvirkt og ekki í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis.
Sjávarútvegur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira