Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu töpuðu í dag fyrir Túnis, 32-27, í lokaleik sínum í C-riðli á HM í handbolta. Tapið þýðir að Austurríki hafnaði í fimmta sæti riðilsins.
Austurríki byrjaði á því að vinna sjö marka sigur á Sádí-Arabíu í riðlakeppninni. En síðan þá hefur liðið tapað öllum sínum leikjum og er nú á leið til Kaupmannahafnar í Forsetabikarinn.
Liðið komst ekki á HM fyrir tveimur árum en hafnaði í þrettánda sæti fyrir fjórum árum í Katar, þar sem liðið féll úr leik í sextán liða úrslitum.
Meðal annarra úrslita á HM má nefna að Þýskaland vann öruggan sigur á Serbíu, 31-23, í A-riðli. Þar með komst Þýskaland upp í efsta sæti A-riðils en Frakkland getur endurheimt það með sigri á Rússlandi síðar í kvöld.
Enn eitt tapið hjá Austurríki
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

