Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. janúar 2019 21:00 Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar veiða í dag um 3 prósent af öllum þeim hvölum sem eru veiddir á jörðinni. Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að langreyðum hafi fjölgað um 123% frá 1997 og búrhval um 849%. Í skýrslunni segir: „Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir.“ Þarna er beinlínis verið að hvetja til aukinna hvalveiða. Hvalir hafa verið flokkuð sem „þokkafull risadýr“ (e. charismatic megafauna) eins og fílar og eiga margir mjög erfitt með að samþykkja veiðar á þessum dýrum. Af þessari ástæða er umræða um hvalveiðar oft hlaðin tilfinningum. En er forsvaranlegt að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna og veiða þar með veiða fleiri tegundir en hrefnu og langreyði? Fréttastofan bar þetta undir Gísla Víkingsson hvalasérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun. „Miðað við talningar undanfarinna áratuga þá eru vissulega tegundir sem væri líklega hægt að nýta á sjálfbæran hátt í viðbót ef áhugi væri fyrir því. Þar myndi ég kannski helst nefna sandreyði, sem var nýtt samhliða langreyðinni fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum. Og svo kannski hnúfubak. Þetta eru þær tvær tegundir sem virðast vera í góðu ástandi. En til þess að svo megi verða þurfa tegundir að fara í gegnum mjög mikið vísindalegt ferli og mat sem tekur nokkur ár,“ segir Gísi. Gísli segir að Hafrannsóknastofnun geri ekki sérstakar úttektir á einstökum hvalastofnum að eigin frumkvæði. Það sé yfirleitt aðeins gert ef sérstök beiðni þar um komi fram frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og slíkar beiðnir komi fram ef einhver sýni því áhuga á að nýta viðkomandi stofn. Engar upplýsingar hafi komið fram um áhuga á nýtingu fleiri hvalastofna en þeirra sem nú er veitt úr. Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar veiða í dag um 3 prósent af öllum þeim hvölum sem eru veiddir á jörðinni. Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að langreyðum hafi fjölgað um 123% frá 1997 og búrhval um 849%. Í skýrslunni segir: „Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir.“ Þarna er beinlínis verið að hvetja til aukinna hvalveiða. Hvalir hafa verið flokkuð sem „þokkafull risadýr“ (e. charismatic megafauna) eins og fílar og eiga margir mjög erfitt með að samþykkja veiðar á þessum dýrum. Af þessari ástæða er umræða um hvalveiðar oft hlaðin tilfinningum. En er forsvaranlegt að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna og veiða þar með veiða fleiri tegundir en hrefnu og langreyði? Fréttastofan bar þetta undir Gísla Víkingsson hvalasérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun. „Miðað við talningar undanfarinna áratuga þá eru vissulega tegundir sem væri líklega hægt að nýta á sjálfbæran hátt í viðbót ef áhugi væri fyrir því. Þar myndi ég kannski helst nefna sandreyði, sem var nýtt samhliða langreyðinni fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum. Og svo kannski hnúfubak. Þetta eru þær tvær tegundir sem virðast vera í góðu ástandi. En til þess að svo megi verða þurfa tegundir að fara í gegnum mjög mikið vísindalegt ferli og mat sem tekur nokkur ár,“ segir Gísi. Gísli segir að Hafrannsóknastofnun geri ekki sérstakar úttektir á einstökum hvalastofnum að eigin frumkvæði. Það sé yfirleitt aðeins gert ef sérstök beiðni þar um komi fram frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og slíkar beiðnir komi fram ef einhver sýni því áhuga á að nýta viðkomandi stofn. Engar upplýsingar hafi komið fram um áhuga á nýtingu fleiri hvalastofna en þeirra sem nú er veitt úr.
Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00