Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 21:32 Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar áróðurskennda. Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Mér líður – þegar ég las skýrsluna – eins og þið hefðuð fengið Morfísverkefni.“ Þetta segir Rannveig sem var gestur ásamt Oddgeir Ágústi Ottesen höfundi skýrslunnar í Kastljósi í kvöld. Hún segir skýrsluna vera áróðurskennda. „Það er rosalega mikill áróður í skýrslunni“ Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hafa hvalveiðar ekki slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf, hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga til landsins og þá er lagt til að hertari reglur verði settar um hvalaskoðun. Rannveig er verulega gagnrýnin á skýrsluna og segir niðurstöður hennar ekki hafa komið sér á óvart. Undanfari skýrslunnar er skýrsla sem kom út árið 2010 en leitað var til Rannveigar við vinnslu hennar. „Það sem mér fannst mjög áhugavert þá var að um leið og ég kem upp í Hagfræðistofnun […] þá segir viðkomandi við mig: „Áður en ég byrja að tala, það skiptir í raun og veru engu máli hvað þú segir, hvalirnir éta svo mikinn fisk að það mun alltaf vera hagkvæmara að drepa hann“ og þá raunverulega svolítið ómerkti hann allt sem við sögðum,“ segir Rannveig. Oddgeir segist ekki geta tjáð sig um samtal sem hafi átt sér stað fyrir tæpum áratugi síðan en hafnar því að niðurstöðurnar hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Ég hafna því bara, ég veit ekkert hvað ég á að segja meira, ég hafna því bara. Það var enginn sem reyndi að hafa áhrif á niðurstöður þessarar skýrslu.“ Rannveig gagnrýnir einnig lítilsvirðingu í garð náttúruverndarsamtaka. Þau séu flokkuð með hryðjuverkasamtökum. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Mér líður – þegar ég las skýrsluna – eins og þið hefðuð fengið Morfísverkefni.“ Þetta segir Rannveig sem var gestur ásamt Oddgeir Ágústi Ottesen höfundi skýrslunnar í Kastljósi í kvöld. Hún segir skýrsluna vera áróðurskennda. „Það er rosalega mikill áróður í skýrslunni“ Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hafa hvalveiðar ekki slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf, hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga til landsins og þá er lagt til að hertari reglur verði settar um hvalaskoðun. Rannveig er verulega gagnrýnin á skýrsluna og segir niðurstöður hennar ekki hafa komið sér á óvart. Undanfari skýrslunnar er skýrsla sem kom út árið 2010 en leitað var til Rannveigar við vinnslu hennar. „Það sem mér fannst mjög áhugavert þá var að um leið og ég kem upp í Hagfræðistofnun […] þá segir viðkomandi við mig: „Áður en ég byrja að tala, það skiptir í raun og veru engu máli hvað þú segir, hvalirnir éta svo mikinn fisk að það mun alltaf vera hagkvæmara að drepa hann“ og þá raunverulega svolítið ómerkti hann allt sem við sögðum,“ segir Rannveig. Oddgeir segist ekki geta tjáð sig um samtal sem hafi átt sér stað fyrir tæpum áratugi síðan en hafnar því að niðurstöðurnar hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Ég hafna því bara, ég veit ekkert hvað ég á að segja meira, ég hafna því bara. Það var enginn sem reyndi að hafa áhrif á niðurstöður þessarar skýrslu.“ Rannveig gagnrýnir einnig lítilsvirðingu í garð náttúruverndarsamtaka. Þau séu flokkuð með hryðjuverkasamtökum.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00
Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00