Corbyn hundsaði boð May um viðræður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2019 07:15 Jeremy Corbyn á fundi í Hastings í gær. Nordicphotos/AFP Viðræðurnar sem Theresa May átti í gær og fyrrakvöld við leiðtoga flokka á þingi eru sýndarmennskan ein ef hún tekur ekki möguleika á samningslausri útgöngu úr ESB af borðinu. Þetta segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Corbyn hefur talað gegn samningslausri útgöngu en sú niðurstaða varð líklegri þegar breska þingið hafnaði samningnum sem ríkisstjórnin hafði gert við ESB. Tap May á þriðjudag var það stærsta í sögu bresks lýðræðis. May hefur áður neitað að slá samningslausa útgöngu út af borðinu. Corbyn sagði að ef May geri það ekki sé hún að tefja. Þingið muni neyðast til að samþykkja samning hennar þegar nær dregur til að komast hjá samningslausri útgöngu. Þótt Corbyn lítist ekki á viðræðurnar átti May fjölda funda í gær. Meðal annars með Ian Blackford, þingflokksformanni Skoska þjóðarflokksins (SNP), hörðum Brexit-sinnum í Íhaldsflokknum, Vincent Cable, formanni Frjálslyndra Demókrata, og leiðtogum Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Með fundunum vonast hún til þess að komast að því hvað vantar upp á svo þingið geti samþykkt samning hennar. Í kjölfarið heldur hún til Brussel. „Vilji forsætisráðherrans til þess að ræða smáatriði þessa máls gleður mig,“ sagði Cable. May leggur fram áætlun stjórnarinnar um næstu skref á mánudag. Þá munu þingmenn geta gert breytingartillögur. Kosið verður um áætlunina og breytingartillögur á þriðjudag. Skammur tími er til stefnu. Formlegur útgöngudagur er 29. mars. Þingið vill ekki samning May, ESB segir það eina samninginn í boði og enginn vill samningslausa útgöngu. Hægt er að fresta útgöngudegi en það hefur stjórnin ekki viljað. Hefur þess í stað talað um það sem skyldu sína að uppfylla þá kröfu Breta úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Bretar þurfa að komast að samkomulagi sem fyrst, vilji þeir afstýra samningslausri útgöngu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Viðræðurnar sem Theresa May átti í gær og fyrrakvöld við leiðtoga flokka á þingi eru sýndarmennskan ein ef hún tekur ekki möguleika á samningslausri útgöngu úr ESB af borðinu. Þetta segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Corbyn hefur talað gegn samningslausri útgöngu en sú niðurstaða varð líklegri þegar breska þingið hafnaði samningnum sem ríkisstjórnin hafði gert við ESB. Tap May á þriðjudag var það stærsta í sögu bresks lýðræðis. May hefur áður neitað að slá samningslausa útgöngu út af borðinu. Corbyn sagði að ef May geri það ekki sé hún að tefja. Þingið muni neyðast til að samþykkja samning hennar þegar nær dregur til að komast hjá samningslausri útgöngu. Þótt Corbyn lítist ekki á viðræðurnar átti May fjölda funda í gær. Meðal annars með Ian Blackford, þingflokksformanni Skoska þjóðarflokksins (SNP), hörðum Brexit-sinnum í Íhaldsflokknum, Vincent Cable, formanni Frjálslyndra Demókrata, og leiðtogum Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Með fundunum vonast hún til þess að komast að því hvað vantar upp á svo þingið geti samþykkt samning hennar. Í kjölfarið heldur hún til Brussel. „Vilji forsætisráðherrans til þess að ræða smáatriði þessa máls gleður mig,“ sagði Cable. May leggur fram áætlun stjórnarinnar um næstu skref á mánudag. Þá munu þingmenn geta gert breytingartillögur. Kosið verður um áætlunina og breytingartillögur á þriðjudag. Skammur tími er til stefnu. Formlegur útgöngudagur er 29. mars. Þingið vill ekki samning May, ESB segir það eina samninginn í boði og enginn vill samningslausa útgöngu. Hægt er að fresta útgöngudegi en það hefur stjórnin ekki viljað. Hefur þess í stað talað um það sem skyldu sína að uppfylla þá kröfu Breta úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Bretar þurfa að komast að samkomulagi sem fyrst, vilji þeir afstýra samningslausri útgöngu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira