Corbyn hundsaði boð May um viðræður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2019 07:15 Jeremy Corbyn á fundi í Hastings í gær. Nordicphotos/AFP Viðræðurnar sem Theresa May átti í gær og fyrrakvöld við leiðtoga flokka á þingi eru sýndarmennskan ein ef hún tekur ekki möguleika á samningslausri útgöngu úr ESB af borðinu. Þetta segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Corbyn hefur talað gegn samningslausri útgöngu en sú niðurstaða varð líklegri þegar breska þingið hafnaði samningnum sem ríkisstjórnin hafði gert við ESB. Tap May á þriðjudag var það stærsta í sögu bresks lýðræðis. May hefur áður neitað að slá samningslausa útgöngu út af borðinu. Corbyn sagði að ef May geri það ekki sé hún að tefja. Þingið muni neyðast til að samþykkja samning hennar þegar nær dregur til að komast hjá samningslausri útgöngu. Þótt Corbyn lítist ekki á viðræðurnar átti May fjölda funda í gær. Meðal annars með Ian Blackford, þingflokksformanni Skoska þjóðarflokksins (SNP), hörðum Brexit-sinnum í Íhaldsflokknum, Vincent Cable, formanni Frjálslyndra Demókrata, og leiðtogum Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Með fundunum vonast hún til þess að komast að því hvað vantar upp á svo þingið geti samþykkt samning hennar. Í kjölfarið heldur hún til Brussel. „Vilji forsætisráðherrans til þess að ræða smáatriði þessa máls gleður mig,“ sagði Cable. May leggur fram áætlun stjórnarinnar um næstu skref á mánudag. Þá munu þingmenn geta gert breytingartillögur. Kosið verður um áætlunina og breytingartillögur á þriðjudag. Skammur tími er til stefnu. Formlegur útgöngudagur er 29. mars. Þingið vill ekki samning May, ESB segir það eina samninginn í boði og enginn vill samningslausa útgöngu. Hægt er að fresta útgöngudegi en það hefur stjórnin ekki viljað. Hefur þess í stað talað um það sem skyldu sína að uppfylla þá kröfu Breta úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Bretar þurfa að komast að samkomulagi sem fyrst, vilji þeir afstýra samningslausri útgöngu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Viðræðurnar sem Theresa May átti í gær og fyrrakvöld við leiðtoga flokka á þingi eru sýndarmennskan ein ef hún tekur ekki möguleika á samningslausri útgöngu úr ESB af borðinu. Þetta segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Corbyn hefur talað gegn samningslausri útgöngu en sú niðurstaða varð líklegri þegar breska þingið hafnaði samningnum sem ríkisstjórnin hafði gert við ESB. Tap May á þriðjudag var það stærsta í sögu bresks lýðræðis. May hefur áður neitað að slá samningslausa útgöngu út af borðinu. Corbyn sagði að ef May geri það ekki sé hún að tefja. Þingið muni neyðast til að samþykkja samning hennar þegar nær dregur til að komast hjá samningslausri útgöngu. Þótt Corbyn lítist ekki á viðræðurnar átti May fjölda funda í gær. Meðal annars með Ian Blackford, þingflokksformanni Skoska þjóðarflokksins (SNP), hörðum Brexit-sinnum í Íhaldsflokknum, Vincent Cable, formanni Frjálslyndra Demókrata, og leiðtogum Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Með fundunum vonast hún til þess að komast að því hvað vantar upp á svo þingið geti samþykkt samning hennar. Í kjölfarið heldur hún til Brussel. „Vilji forsætisráðherrans til þess að ræða smáatriði þessa máls gleður mig,“ sagði Cable. May leggur fram áætlun stjórnarinnar um næstu skref á mánudag. Þá munu þingmenn geta gert breytingartillögur. Kosið verður um áætlunina og breytingartillögur á þriðjudag. Skammur tími er til stefnu. Formlegur útgöngudagur er 29. mars. Þingið vill ekki samning May, ESB segir það eina samninginn í boði og enginn vill samningslausa útgöngu. Hægt er að fresta útgöngudegi en það hefur stjórnin ekki viljað. Hefur þess í stað talað um það sem skyldu sína að uppfylla þá kröfu Breta úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Bretar þurfa að komast að samkomulagi sem fyrst, vilji þeir afstýra samningslausri útgöngu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira