Rúrik genginn út Björk Eiðsdóttir skrifar 18. janúar 2019 09:59 Rúrik er greinilega farinn að slá um sig á portúgölsku en athugasemdin „Minha Linda“ myndi útleggjast sem „Fagra mín“ á íslensku og Nathalia svarar honum um hæl með athugasemdinni „Meu amor“ eða „ástin mín“. @nathaliasoliani_ Það hefur líklega farið fram hjá fáum að knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason er genginn út, beint í faðm brasilísku fyrirsætunnar Nathaliu Soliani en þau hafa bæði birt myndir á Instagram-reikningum sínum. En hver er þessi nýjasta tengdadóttir Íslands? Nathalia er á mála hjá alþjóðlegu umboðsskrifstofunni IMG models og hefur m.a komið fram í auglýsingaherferðum Top Shop og Asos. Myndaþáttur og umfjöllun um hana birtust í spænsku útgáfu karlatímaritsins FHM árið 2012 en þar kom fram að fyrirsætuferilinn hennar hafi hafist í Japan þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Aðspurð hvort hún myndi frekar velja að verja kvöldi dansandi samba eða að horfa á fótboltaleik svarar Nathalia ákveðin: Að horfa á fóboltaleik! Nathalia er augljóslega mikil íþróttamanneskja og iðkar box af miklu kappi og segir það vera sína uppáhalds íþrótt.Stalstu Rúrik frá mér? Rúrik leikur með SV Sandhausen í Þýskalandi og hafa þarlendir fjölmiðlar fjallað um sambandið og bent á að ekki fagni allir samrunanum. Eins og frægt er orðið er Rúrik sérlega vinsæll hjá Suður-amerísku kvenfólki og eru þær duglegar að láta velvild sína í ljós á instagram reikningi fótboltamannsins þar sem fylgjendur hans eru komnir yfir eina milljón. Hingað til hafa athugasemdirnar aðallega lotið að útliti kappans og einhverjar ástarjátningar hafa verið látnar flakka en nú má greina annan tón. Nokkrar þeirra sem skilja eftir athugasemdir segja Nathaliu vera heppnustu konu í heimi, aðrar segjast vera með tárum og saka hana um að hafa stolið kappanum. Einnig er Nathalia beðin að gæta hans sérlega vel og einhverjar fagna því að það sé þó alla vega latnesk dama sem nældi sér í hann og biðja hana fyrir skilaboðum til hans. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Samfélagsmiðlar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Það hefur líklega farið fram hjá fáum að knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason er genginn út, beint í faðm brasilísku fyrirsætunnar Nathaliu Soliani en þau hafa bæði birt myndir á Instagram-reikningum sínum. En hver er þessi nýjasta tengdadóttir Íslands? Nathalia er á mála hjá alþjóðlegu umboðsskrifstofunni IMG models og hefur m.a komið fram í auglýsingaherferðum Top Shop og Asos. Myndaþáttur og umfjöllun um hana birtust í spænsku útgáfu karlatímaritsins FHM árið 2012 en þar kom fram að fyrirsætuferilinn hennar hafi hafist í Japan þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Aðspurð hvort hún myndi frekar velja að verja kvöldi dansandi samba eða að horfa á fótboltaleik svarar Nathalia ákveðin: Að horfa á fóboltaleik! Nathalia er augljóslega mikil íþróttamanneskja og iðkar box af miklu kappi og segir það vera sína uppáhalds íþrótt.Stalstu Rúrik frá mér? Rúrik leikur með SV Sandhausen í Þýskalandi og hafa þarlendir fjölmiðlar fjallað um sambandið og bent á að ekki fagni allir samrunanum. Eins og frægt er orðið er Rúrik sérlega vinsæll hjá Suður-amerísku kvenfólki og eru þær duglegar að láta velvild sína í ljós á instagram reikningi fótboltamannsins þar sem fylgjendur hans eru komnir yfir eina milljón. Hingað til hafa athugasemdirnar aðallega lotið að útliti kappans og einhverjar ástarjátningar hafa verið látnar flakka en nú má greina annan tón. Nokkrar þeirra sem skilja eftir athugasemdir segja Nathaliu vera heppnustu konu í heimi, aðrar segjast vera með tárum og saka hana um að hafa stolið kappanum. Einnig er Nathalia beðin að gæta hans sérlega vel og einhverjar fagna því að það sé þó alla vega latnesk dama sem nældi sér í hann og biðja hana fyrir skilaboðum til hans.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Samfélagsmiðlar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira