Danir missa einn besta línu- og varnarmann heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 12:30 René Toft Hansen fór sárþjáður af velli í gær. Getty/Jan Christensen Danska handboltalandsliðið tryggði sér í gær inn í milliriðil með fullu húsi stiga eftir sigur á Norðmönnum en danska liðið varð líka fyrir áfalli í leiknum. Hinn öflugi René Toft Hansen meiddist nefnilega í leiknum á móti Norðmönnum og nú er komið í ljós að þessi frábæri leikmaður verður ekki meira með á HM í ár. René Toft náði aðeins að spila í tæpar tíu mínútur í leiknum og skoraði úr eina skotinu sínu.Dårlige nyheder på en festdag i Boxen: 'Det ser ikke godt ud med René Toft Hansen' https://t.co/ecLydCNkq7pic.twitter.com/PJpPhLSit2 — DR Sporten (@DRSporten) January 18, 2019René Toft Hansen er einn besti línu- og varnarmaður heims en hann meiddist á nára í leiknum. Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, staðfesti í dag að meiðslin séu það alvarleg að hann verði ekki meira með á heimsmeistaramótinu. „Rene hefur verið mjög góður í leikjum okkar á HM til þessa. Hann hefur ásamt Henrik Møllgaard verið hornsteinninn í varnarleiknum okkar og það er mjög pirrandi að missa hann,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Jacobsen hefur ekki enn ákveðið hvort að hann kalli á Henrik Toft Hansen inn í hópinn en yngri bróðir René Toft er að koma til baka eftir meiðsli. Henrik Toft spilar með Paris Saint-Germain og er tveimur árum yngri en René Toft.René Toft Hansen er ude af VM med en skade https://t.co/RkETCucgQ3pic.twitter.com/2P1KBJdUWj — JP Sport (@sportenJP) January 18, 2019René Toft Hansen spilaði með Kiel í sex ár en er núna leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. René Toft Hansen var með Dönum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar í Ríó 2016 og þegar þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Hann var í úrvalsliðinu á EM 2012. René Toft hefur einnig unnið tvö HM-silfur (2011 og 2013) sem og eitt EM-silfur (2014). HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Danska handboltalandsliðið tryggði sér í gær inn í milliriðil með fullu húsi stiga eftir sigur á Norðmönnum en danska liðið varð líka fyrir áfalli í leiknum. Hinn öflugi René Toft Hansen meiddist nefnilega í leiknum á móti Norðmönnum og nú er komið í ljós að þessi frábæri leikmaður verður ekki meira með á HM í ár. René Toft náði aðeins að spila í tæpar tíu mínútur í leiknum og skoraði úr eina skotinu sínu.Dårlige nyheder på en festdag i Boxen: 'Det ser ikke godt ud med René Toft Hansen' https://t.co/ecLydCNkq7pic.twitter.com/PJpPhLSit2 — DR Sporten (@DRSporten) January 18, 2019René Toft Hansen er einn besti línu- og varnarmaður heims en hann meiddist á nára í leiknum. Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, staðfesti í dag að meiðslin séu það alvarleg að hann verði ekki meira með á heimsmeistaramótinu. „Rene hefur verið mjög góður í leikjum okkar á HM til þessa. Hann hefur ásamt Henrik Møllgaard verið hornsteinninn í varnarleiknum okkar og það er mjög pirrandi að missa hann,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Jacobsen hefur ekki enn ákveðið hvort að hann kalli á Henrik Toft Hansen inn í hópinn en yngri bróðir René Toft er að koma til baka eftir meiðsli. Henrik Toft spilar með Paris Saint-Germain og er tveimur árum yngri en René Toft.René Toft Hansen er ude af VM med en skade https://t.co/RkETCucgQ3pic.twitter.com/2P1KBJdUWj — JP Sport (@sportenJP) January 18, 2019René Toft Hansen spilaði með Kiel í sex ár en er núna leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. René Toft Hansen var með Dönum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar í Ríó 2016 og þegar þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Hann var í úrvalsliðinu á EM 2012. René Toft hefur einnig unnið tvö HM-silfur (2011 og 2013) sem og eitt EM-silfur (2014).
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira