Tesla sparkar 3000 starfsmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 11:20 Elon Musk, stofnandi Tesla, bindur miklar vonir við Model 3-bíla fyrirtækisins. Getty/Troy Harvey Rafbílaframleiðandinn Tesla segist þurfa að fækka starfsfólki fyrirtækisins um 7 prósent. Um 45 þúsund manns starfa hjá Tesla og því má áætla að fækka muni um 3000 í starfsliðinu. Í tölvupósti til starfsmanna, sem nálgast má á vefsíðu Tesla, segir stofnandi þess að þrátt fyrir ágætis vöxt fyrirtækisins séu erfiðir tímar framundan. Síðastliðið ár hafi þó líklega verið það besta í sögu Tesla og nefnir í því samhengi að fyrirtækið hafi afhent nánast jafnmarga rafbíla árið 2018 en öll fyrri ár samanlagt. Fyrsti bíll fyrirtækisins, Roadster, rataði á göturnar árið 2008. Engu að síður séu rafbílar Tesla ennþá of dýrir fyrir flest, venjulegt fólk og hagnaðurinn af hverjum seldum bíl lítill. Elon Musk, stofnandi Tesla, er þó ekki af baki dottinn.Sjá einnig: Sérfræðingar gagnrýna smíðagæði Tesla Model 3„Á þessum ársfjórðungi munum við vonandi sjá; með herkjum, dugnaði og smá heppni, örlítinn hagnað,“ skrifar Musk. Hann bætir við að frá og með maí næstkomandi verði fyrirtækið þó að fara afhenda hina svokölluðu miðútgáfu af Model 3-bifreiðinni á öllum mörkuðum. Að sama skapi verði Tesla að keppast við að ná til viðskiptavina sem til þessa hafa ekki haft efni á að kaupa bifreiðar fyrirtækisins. Það verði aðeins gert með því að hanna og framleiða ódýrari útgáfur af Model 3. Í ljósi vendinga síðustu missera, sem orsökuðu það sem Musk kallar „mest krefjandi ár“ í sögu Tesla, verði fyrirtækið að grípa til uppsagna. Nefnir hann sérstaklega í því samhengi að fækka starfsfólki í fullu starfi og að halda aðeins eftir „mikilvægustu“ hlutastarfsmönnum og verktökum. Þrátt fyrir uppsagnirnar verði Tesla að hraða framleiðslu Model 3-bílanna, sem og að gera fjölmargar framleiðsluaukandi breytingar á næstu mánuðum. Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Tesla skilar hagnaði eftir „sögulegan fjórðung“ Það er í fyrsta sinn frá árinu 2016 og var hagnaður fyrirtækisins 312 milljónir dala. 24. október 2018 21:52 Elon Musk stígur til hliðar sem stjórnarformaður Tesla Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð. 29. september 2018 22:28 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Rafbílaframleiðandinn Tesla segist þurfa að fækka starfsfólki fyrirtækisins um 7 prósent. Um 45 þúsund manns starfa hjá Tesla og því má áætla að fækka muni um 3000 í starfsliðinu. Í tölvupósti til starfsmanna, sem nálgast má á vefsíðu Tesla, segir stofnandi þess að þrátt fyrir ágætis vöxt fyrirtækisins séu erfiðir tímar framundan. Síðastliðið ár hafi þó líklega verið það besta í sögu Tesla og nefnir í því samhengi að fyrirtækið hafi afhent nánast jafnmarga rafbíla árið 2018 en öll fyrri ár samanlagt. Fyrsti bíll fyrirtækisins, Roadster, rataði á göturnar árið 2008. Engu að síður séu rafbílar Tesla ennþá of dýrir fyrir flest, venjulegt fólk og hagnaðurinn af hverjum seldum bíl lítill. Elon Musk, stofnandi Tesla, er þó ekki af baki dottinn.Sjá einnig: Sérfræðingar gagnrýna smíðagæði Tesla Model 3„Á þessum ársfjórðungi munum við vonandi sjá; með herkjum, dugnaði og smá heppni, örlítinn hagnað,“ skrifar Musk. Hann bætir við að frá og með maí næstkomandi verði fyrirtækið þó að fara afhenda hina svokölluðu miðútgáfu af Model 3-bifreiðinni á öllum mörkuðum. Að sama skapi verði Tesla að keppast við að ná til viðskiptavina sem til þessa hafa ekki haft efni á að kaupa bifreiðar fyrirtækisins. Það verði aðeins gert með því að hanna og framleiða ódýrari útgáfur af Model 3. Í ljósi vendinga síðustu missera, sem orsökuðu það sem Musk kallar „mest krefjandi ár“ í sögu Tesla, verði fyrirtækið að grípa til uppsagna. Nefnir hann sérstaklega í því samhengi að fækka starfsfólki í fullu starfi og að halda aðeins eftir „mikilvægustu“ hlutastarfsmönnum og verktökum. Þrátt fyrir uppsagnirnar verði Tesla að hraða framleiðslu Model 3-bílanna, sem og að gera fjölmargar framleiðsluaukandi breytingar á næstu mánuðum.
Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Tesla skilar hagnaði eftir „sögulegan fjórðung“ Það er í fyrsta sinn frá árinu 2016 og var hagnaður fyrirtækisins 312 milljónir dala. 24. október 2018 21:52 Elon Musk stígur til hliðar sem stjórnarformaður Tesla Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð. 29. september 2018 22:28 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38
Tesla skilar hagnaði eftir „sögulegan fjórðung“ Það er í fyrsta sinn frá árinu 2016 og var hagnaður fyrirtækisins 312 milljónir dala. 24. október 2018 21:52
Elon Musk stígur til hliðar sem stjórnarformaður Tesla Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð. 29. september 2018 22:28