Handbolti

Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln

Tómas Þór Þórðarson í Köln. skrifar
Iker Romero. liðsstjóri spænska liðsins og fyrrverandi landsliðsmaður, skoðar aðstæður.
Iker Romero. liðsstjóri spænska liðsins og fyrrverandi landsliðsmaður, skoðar aðstæður. vísir/tom
Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins í handbolta, og annar leikmaður liðsins urðu fyrir því áfalli á æfingu Spánverja í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld að auglýsingaskilti féllu á þá.

Coralles og samherji hans voru að teygja upp við auglýsingaskiltin öðru megin á vellinum þegar að þessi þunga röð féll niður og á þá báða. Corales fékk skiltið á fótinn og gekk um draghaltur þegar að íslenskir fjölmiðlar fóru inn í sal að fylgjast með æfingu þýska liðsins.

Iker Romero, fyrrverandi leikmaður spænska liðsins sem nú starfar sem framkvæmdastjóri þess, var heldur betur ósáttur og var í óða önn að fara yfir málin með mótshöldurum hér í Köln. Eðlilega var hann ósáttur enda er erfitt að ímynda sér að Corales spili á móti Frakklandi á morgun.

Romero hætti svo að ræða við mótshaldara og hringdi í einhvern á spænsku er hann stóð rétt hjá íslensku fjölmiðlamönnunum. Honum var heitt í hamsi og væntanlega þarf nú að kalla inn annan markvörð fyrir leikinn á morgun sem er engin óskastaða.

Iker Romero horfir illum augum á mótshaldara.vísir/tom



Fleiri fréttir

Sjá meira


×