Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 18. janúar 2019 17:45 Silvio Heinevetter, markvörður Þýskalands, var léttur og spjallaði við Einar Örn Jónsson á RÚV. vísir/tom Þýska landsliðið í handbolta æfði í Lanxess-höllinni í Köln klukkan 17.00 að staðartíma í kvöld en gríðarlegur áhugi er á liðinu fyrir milliriðilinn hér í borg enda gestgjafarnir hefja leik í honum gegn strákunum okkar annað kvöld. Aragrúi fjölmiðlamanna er mættur á svæðið og var þeim öllum haldið fyrir utan keppnissalinn í Köln eftir slysið sem gerðist á æfingu spænska liðsins. Það æfði á undan Þjóðverjunum og meiddist markvörður Spánar þegar að auglýsingaskilti féllu á hann. Fjölmiðlahópurinn stóð allur fyrir utan stórar dyr og mátti ekki fara inn áður en þýska liðið væri komið inn á gólf en leikmenn Þýskalands þurftu að ganga í gegnum fjölmiðlaskarann og fór næstum illa þegar að einn þýskur rakst í myndavél sem lá á gólfinu. Hann hrasaði en ekkert meir kom fyrir. Þýska liðið hitaði upp í fótbolta og er svo sannarlega vonandi að leikmenn heimamanna séu jafngóðir í fótbolta og þeir eru í handbolta því þá þurfa íslensku strákarnir ekkert að óttast. Ljóst er að enginn mun eiga feril í fótboltanum eftir að handboltanum lýkur. Búið er svo að raða upp þýskum fánum á hvert einasta sæti í höllinni fyrir morgundaginn en Þjóðverjar eiga næstum alla 20.000 miðana sem í boði eru á leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni hjá þeim þýsku.Allar sjónvarpsstöðvar Þýskalands eru mættar.vísir/tomUwe Gensheimer fær sér vatn.vísir/tomHendrik Pekeler á æfingunni í kvöld.vísir/tomÞýska liðið hitaði upp í fótbolta og gat ekkert.vísir/tom HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Íslenska landsliðið það langyngsta í milliriðlinum en Danir reka lestina á tveimur listum Tólf landslið eru komin áfram í milliriðil á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku og eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitlinum. 18. janúar 2019 14:00 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu. 18. janúar 2019 14:30 Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Þýska landsliðið í handbolta æfði í Lanxess-höllinni í Köln klukkan 17.00 að staðartíma í kvöld en gríðarlegur áhugi er á liðinu fyrir milliriðilinn hér í borg enda gestgjafarnir hefja leik í honum gegn strákunum okkar annað kvöld. Aragrúi fjölmiðlamanna er mættur á svæðið og var þeim öllum haldið fyrir utan keppnissalinn í Köln eftir slysið sem gerðist á æfingu spænska liðsins. Það æfði á undan Þjóðverjunum og meiddist markvörður Spánar þegar að auglýsingaskilti féllu á hann. Fjölmiðlahópurinn stóð allur fyrir utan stórar dyr og mátti ekki fara inn áður en þýska liðið væri komið inn á gólf en leikmenn Þýskalands þurftu að ganga í gegnum fjölmiðlaskarann og fór næstum illa þegar að einn þýskur rakst í myndavél sem lá á gólfinu. Hann hrasaði en ekkert meir kom fyrir. Þýska liðið hitaði upp í fótbolta og er svo sannarlega vonandi að leikmenn heimamanna séu jafngóðir í fótbolta og þeir eru í handbolta því þá þurfa íslensku strákarnir ekkert að óttast. Ljóst er að enginn mun eiga feril í fótboltanum eftir að handboltanum lýkur. Búið er svo að raða upp þýskum fánum á hvert einasta sæti í höllinni fyrir morgundaginn en Þjóðverjar eiga næstum alla 20.000 miðana sem í boði eru á leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni hjá þeim þýsku.Allar sjónvarpsstöðvar Þýskalands eru mættar.vísir/tomUwe Gensheimer fær sér vatn.vísir/tomHendrik Pekeler á æfingunni í kvöld.vísir/tomÞýska liðið hitaði upp í fótbolta og gat ekkert.vísir/tom
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Íslenska landsliðið það langyngsta í milliriðlinum en Danir reka lestina á tveimur listum Tólf landslið eru komin áfram í milliriðil á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku og eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitlinum. 18. janúar 2019 14:00 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu. 18. janúar 2019 14:30 Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30
Íslenska landsliðið það langyngsta í milliriðlinum en Danir reka lestina á tveimur listum Tólf landslið eru komin áfram í milliriðil á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku og eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitlinum. 18. janúar 2019 14:00
Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14
Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19
Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu. 18. janúar 2019 14:30